Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri dk hug­búnaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Hulda Guðmundsdóttir.
Hulda Guðmundsdóttir. Aðsend

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. Hún gengdi áður stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu kemur fram að dk hugbúnaður hafi í rúma tvo áratugi selt vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi sem sé þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.

„Hulda var áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera sem er með höfuðstöðvar í Noregi og hefur síðastliðin 5 ár verið á lista yfir topp 20 mest nýskapandi fyrirtæki Noregs, þvert á atvinnugreinar. Árið 2019 stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið Clarito, sem sérhæfði sig í stjórnun viðskiptatengsla með skýjalausnum frá Microsoft. Frá 2015-2017 var Hulda sölustjóri samstarfsaðila hjá Crayon og frá 2007-2014 starfaði hún hjá Microsoft, lengst af sem sölustjóri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún hefur einnig verið mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Icelandair og deildarstjóri tölfræði hjá Flugmálastjórn.

Hulda er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hún er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni og einnig félagskona í FKA,“ segir í tilkynningunni. 

Hjá dk starfa rúmlega sextíu manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×