Viðskipti innlent

Ingunn og Snæfríður til Empower

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ingunn Guðmundsdóttir (t.v.) og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til Empower.
Ingunn Guðmundsdóttir (t.v.) og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til Empower. Ólafur Már Svavarsson

Ingunn Guðmundsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til nýsköpunarfyrirtækisins Empower. Báðar munu þær starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum. 

Ingunn kemur til Empower frá Capacent þar sem hún starfaði sem stjórendaráðgjafi. Þar á undan var hún viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hún er með M.S.-gráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi og B.A.-gráðu í stjórnmálafræði með kynfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. 

Snæfríður kemur frá Pay Analytics þar sem hún sinnti stöðu sérfræðings í markaðsteymi félagsins. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Tvist. Hún er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sinnti formennsku í félagi Ungra athafnakvenna á árunum 2019 til 2020.

„Stefnt er að því að setja hugbúnaðarlausn okkar Empower Now á alþjóðamarkað haustið 2023, en við finnum fyrir miklum áhuga á hugbúnaðinum. Eins er mikil alþjóðleg eftirspurn eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI) og ætlum við okkur að vera leiðandi á þessu sviði,“ er haft eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé, framkvæmdastjóra og meðeiganda Empower, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×