Klinkið

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Ritstjórn Innherja skrifar
Lárus Bollason hefur starfað í verðbréfamiðlun Íslandsbanka allt frá árinu 2007.
Lárus Bollason hefur starfað í verðbréfamiðlun Íslandsbanka allt frá árinu 2007.

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Samkvæmt upplýsingum Innherja mun Lárus Bollason taka við starfi Fannars í eigin viðskiptum Kviku banka. Lárus, sem er með BS gráðu í fjármálum við Háskóla Íslands, hefur starfað í verðbréfamiðlun Íslandsbanka allt frá árinu 2007.

Fannar Örn er með BS gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur verið í eigin viðskiptum fyrir Kviku banka frá árinu 2020. Þar áður var hann verðbréfamiðlari fyrir fjárfestingabankann.

Fannar Örn hefur verið í eigin viðskiptum fyrir Kviku banka frá árinu 2020.

Fannar Örn mun taka við starfi sjóðsstjóra hjá Akta.

Innherji greindi frá því í byrjun síðustu viku að Sigurður Kr. Sigurðsson, sem var á meðal hluthafa sjóðastýringarfélagsins með 5,4 prósenta hlut, hefði hætt hjá Akta sjóðum en hann hafði starfað á eignastýringarsviði sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun.

Ólíkt öðrum helstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins er Akta að langstærstum hluta í eigu starfsmanna auk þess sem Kvika banki fer með tæplega 19 prósenta. Eignir í stýringu Akta, sem hafa margfaldast á undanförnum árum, lækkuðu um tæplega 19 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins og námu um 45,2 milljörðum króna í lok júní.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Sigurður hættir hjá Akta sjóðum

Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur verið hjá Akta frá árinu 2019, er hættur störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu. Hann starfaði á eignastýringarsviði félagsins, sem var komið á fót fyrr á þessu ári, sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.×