Viðskipti innlent

Sigurður og Haukur til Banana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson eru nýir í stjórnendateymi Banana.
Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson eru nýir í stjórnendateymi Banana.

Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson hafa verið ráðnir til Banana. Sigurður verður framleiðslustjóri og Haukur vöruhússtjóri. 

Sigurður kemur til með að bera ábyrgð á allri framleiðslu fyrirtækisins fyrir verslanir og veitingamarkað. Þá mun hann sitja í framkvæmdaráði Banana. Sigurður kemur til Banana frá Ora þar sem hann starfaði í tíu ár sem framleiðslustjóri. Hann er menntaður kjötiðnaðarmaður og hefur lokið framhaldsnámi í matvælaiðnfræði í Danmörku. 

Haukur hefur undanfarin ár stýrt vefverslun Elko ásamt að hafa haft umsjón með annarri vörudreifingu fyrirtækisins. Hann kemur til með að vera ábyrgur fyrir vöruhúsarekstri og dreifingu Banana. Einnig tekur hann sæti í framkvæmdaráði fyrirtækisins.

„Það er okkur mikill liðstyrkur að fá Sigurð Inga og Hauk í stjórnendateymi Banana. Ráðningarnar eru liður í innleiðingu á nýrri stefnu Banana, þar sem við stefnum á áframhaldandi vöxt og áherslu á að færa okkar viðskiptavinum gæða grænmeti og ávexti á sanngjörnu verði. Sigurður Ingi og Haukur hafa yfirgripsmikla þekkingu sem mun nýtast okkur vel í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Banana, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×