Viðskipti innlent

Hættir hjá Sam­kaupum eftir 26 ára starf

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Ragnar Guðjónsson.
Stefán Ragnar Guðjónsson. Aðsend

Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 26 ár hjá félaginu og hyggst hverfa til annarra starfa.

Í tilkynningu segir að Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, muni taka við daglegri stjórn verslunarsviðs þar til ráðið hafi verið í starfið.

Haft er eftir Gunnari Agli, forstjóra Samkaupa, að hann vilji þakka Stefáni fyrir hans mikla og góða starf fyrir félagið. 

„Hann hefur gegnt mörgum mismunandi hlutverkum á vettvangi Samkaupa og hefur tekið virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan fyrirtækisins síðustu ár. Nú síðast sem framkvæmdastjóri á verslunarsviði félagsins. Ég óska Stefáni góðs gengis í þeim verkefnum sem hann hyggst snúa sér að og þakka fyrir gott samstarf á liðnum árum,“ er haft eftir Gunnari Agli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×