Viðskipti innlent

Oddur Freyr tekur við af Brynhildi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Oddur Freyr Þorsteinsson er nýr kynningar- og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Oddur Freyr Þorsteinsson er nýr kynningar- og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.

Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Oddur tekur við starfinu af Brynhildi Bolladóttur.

Brynhildur starfaði sem upplýsingafulltrúi samtakanna frá árinu 2017 en nafni starfsins var breytt í kjölfar ráðningar Odds. Brynhildur hætti störfum í ágúst, á sama tíma og Oddur tók við. Í tilkynningu segir að nýji titillinn endurspegli áherslubreytingar í starfinu. 

Oddur er 35 ára gamall og er menntaður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku. Hann hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu síðan árið 2017 en þar áður vann hann hjá Ríkisútvarpinu. 


Tengdar fréttir

Bryn­hildur hættir sem upp­lýsinga­full­trúi Rauða krossins

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, er að hætta eftir fimm ár í starfi sínu. Þar áður starfaði hún sem verk­efna­stjóri hjá Rauða krossinum svo ákvörðunin markar endalok áralangs tímabils. Það er ekki ljóst hvert hún fer næst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×