Viðskipti innlent

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Sófús Árni Hafsteinsson, Jónína Birgisdóttir og Þórkell Þórðarson.
Frá vinstri: Sófús Árni Hafsteinsson, Jónína Birgisdóttir og Þórkell Þórðarson.

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Sófús hefur starfað hjá ELKO frá því árið 2007, fyrst sem sölufulltrúi og síðar sem verslunarstjóri í Lindum. Síðustu þrjú ár hefur hann starfað sem þjónustustjóri fyrirtækisins og borið ábyrgð á þjónustuveri og vefverslun ELKO. Sófús er að klára B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði í Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun. 

Nýr þjónustustjóri, Jónína Birgisdóttir, tekur sæti í framkvæmdastjórn og ber ábyrgð á þjónustu og þjónustustefnu ELKO. Áður var hún þjónustustjóri hjá Ölmu íbúðafélagi. Hún er með B.A.-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á mastersgráðu við sama skóla. 

Þórkell, nýr sérfræðingur í stafrænni þróun, mun taka þátt í mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu ELKO. Hann hefur starfað hjá ELKO síðan árið 2011, fyrst sem sölufulltrúi í Skeifunni og síðar verslunarstjóri í sömu verslun. Lengst af hefur hann þó unnið í störfum tengdum upplýsingatækni og ferlum í vefverslun ELKO. 

„Við erum stolt af því að hjá ELKO fái fólk tækifæri til að vaxa í starfi og takast á við ný verkefni, líkt og þeir Sófús Árni og Þórkell, um leið og við fögnum nýjum starfskrafti og bjóðum Jónínu velkomna,“ er haft eftir Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×