Skattakóngur Íslands nýr forstjóri Annata Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 12:48 Magnús Norðdahl. Aðsend Magnús Norðdahl hefur verið ráðinn forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og mun hefja störf 1.janúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Magnús taki við af Jóhanni Ólafi Jónssyni, einum af stofnendum Annata, en Jóhann hefur verið forstjóri Annata frá stofnun félagsins árið 2001. Magnús, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri LS Retail, rataði i fréttirnar fyrr á árinu þegar hann varð skattakóngur Íslands. Í tilkynningu frá Annata segir að samhliða ráðningu Magnúsar muni Jóhann taka við stjórnarformennsku félagsins af Magnúsi sem gengt hefur þeirri stöðu frá því að VEX I og meðfjárfestar keyptu helmingshlut í Annata í byrjun árs 2022. „Magnús starfaði áður sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail til 11 ára þar sem hann tók þátt í að byggja upp félagið á alþjóðavísu. Magnús hefur 30 ára stjórnunarreynslu innan hugbúnaðarþróunar, upplýsingatækni og lyfjaiðnaðarins á heimsvísu, meðal annars hjá EJS, DAC og Tech Data. Þá hefur Magnús jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Men & Mice, Artasan og Advania í Svíþjóð.“ Haft er eftir Magnúsi að starfsfólk Annata hafi náð aðdáunarverðum árarangri í byggja upp félag sem sé leiðandi á heimsvísu í hugbúnaðargerð fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og seljendur bifreiða og vinnuvéla. „Vöxtur á undanförnum árum hefur verið um og yfir 50% og félagið hefur byggt upp árangursríkt samstarf við mörg af helstu vörumerkjum í heimi, s.s. Toyota, Volvo, Volkswagen, Citroen, Claas, Scanina, Hitachi, Yamaha, Komatsu, Izuzu o.fl. Það er því mikill heiður að fá að leiða Annata áfram á þeirri vegferð vaxtar sem fram undan er. Fráfarandi forstjóri Annata, Jóhann Jónsson, sem leitt hefur fyrirtækið frá upphafi mun hafa stólaskipti við mig sem stjórnarformaður Annata, og munum við því halda áfram að vinna þétt og náið saman í þessu skemmtilega verkefni.“ Jóhann Jónsson verður stjórnarformaður Annata.Aðsend Mikill fengur Þá er haft eftir Jóhanni Jónssyni að það sé mikill fengur fyrir félagið að fá Magnús í stól forstjóra. „Við höfum fylgst með honum leiða og byggja upp einn mikilvægasta samstafsaðila Microsoft á sviði iðngreinalausna og átt farsælt samstarf í gegnum tíðina, ekki síst eftir að hann settist í stól stjórnarformanns félagsins. Ég gæti því ekki verið ánægðari með arftaka minn. Magnús kemur inn í félagið á mikilvægum tímapunti og mun ásamt ört vaxandi hópi stjórnenda og starfsfólks víða um heim leiða félagið áfram til frekari vaxtar. Framundan eru spennandi tímar, Annata hefur náð góðri fótfestu meðal margra af stærstu og mikilvægustu vörumerkjum heims í bíl- og vinnuvélagreininni og mun halda áfram að spila stórt hlutverk í stafrænni umbyltingu í þeim iðnaði. Ég er afar spenntur fyrir framtíðinni og mínu nýja hlutverki og hlakka til að vinna áfram með Magnúsi og fagfólkinu hjá VEX að framgangi Annata.” Vistaskipti Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Magnús taki við af Jóhanni Ólafi Jónssyni, einum af stofnendum Annata, en Jóhann hefur verið forstjóri Annata frá stofnun félagsins árið 2001. Magnús, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri LS Retail, rataði i fréttirnar fyrr á árinu þegar hann varð skattakóngur Íslands. Í tilkynningu frá Annata segir að samhliða ráðningu Magnúsar muni Jóhann taka við stjórnarformennsku félagsins af Magnúsi sem gengt hefur þeirri stöðu frá því að VEX I og meðfjárfestar keyptu helmingshlut í Annata í byrjun árs 2022. „Magnús starfaði áður sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail til 11 ára þar sem hann tók þátt í að byggja upp félagið á alþjóðavísu. Magnús hefur 30 ára stjórnunarreynslu innan hugbúnaðarþróunar, upplýsingatækni og lyfjaiðnaðarins á heimsvísu, meðal annars hjá EJS, DAC og Tech Data. Þá hefur Magnús jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Men & Mice, Artasan og Advania í Svíþjóð.“ Haft er eftir Magnúsi að starfsfólk Annata hafi náð aðdáunarverðum árarangri í byggja upp félag sem sé leiðandi á heimsvísu í hugbúnaðargerð fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og seljendur bifreiða og vinnuvéla. „Vöxtur á undanförnum árum hefur verið um og yfir 50% og félagið hefur byggt upp árangursríkt samstarf við mörg af helstu vörumerkjum í heimi, s.s. Toyota, Volvo, Volkswagen, Citroen, Claas, Scanina, Hitachi, Yamaha, Komatsu, Izuzu o.fl. Það er því mikill heiður að fá að leiða Annata áfram á þeirri vegferð vaxtar sem fram undan er. Fráfarandi forstjóri Annata, Jóhann Jónsson, sem leitt hefur fyrirtækið frá upphafi mun hafa stólaskipti við mig sem stjórnarformaður Annata, og munum við því halda áfram að vinna þétt og náið saman í þessu skemmtilega verkefni.“ Jóhann Jónsson verður stjórnarformaður Annata.Aðsend Mikill fengur Þá er haft eftir Jóhanni Jónssyni að það sé mikill fengur fyrir félagið að fá Magnús í stól forstjóra. „Við höfum fylgst með honum leiða og byggja upp einn mikilvægasta samstafsaðila Microsoft á sviði iðngreinalausna og átt farsælt samstarf í gegnum tíðina, ekki síst eftir að hann settist í stól stjórnarformanns félagsins. Ég gæti því ekki verið ánægðari með arftaka minn. Magnús kemur inn í félagið á mikilvægum tímapunti og mun ásamt ört vaxandi hópi stjórnenda og starfsfólks víða um heim leiða félagið áfram til frekari vaxtar. Framundan eru spennandi tímar, Annata hefur náð góðri fótfestu meðal margra af stærstu og mikilvægustu vörumerkjum heims í bíl- og vinnuvélagreininni og mun halda áfram að spila stórt hlutverk í stafrænni umbyltingu í þeim iðnaði. Ég er afar spenntur fyrir framtíðinni og mínu nýja hlutverki og hlakka til að vinna áfram með Magnúsi og fagfólkinu hjá VEX að framgangi Annata.”
Vistaskipti Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira