Klinkið

Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX

Ritstjórn Innherja skrifar
Rósa var áður yfirlögfræðingur Akta sjóða.
Rósa var áður yfirlögfræðingur Akta sjóða.

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.

Áður starfaði hún hjá Kviku banka og sem framkvæmdastjóri lánasjóðsins Framtíðarinnar. Rósa er einnig ein stofnenda Fortuna Invest, fræðsluvettvangs um fjárfestingar, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, að því er segir í tilkynningu frá VEX.

Rósa er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

VEX lauk á árinu 2021 fjármögnun á tíu milljarða króna framtakssjóði, VEX I. Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar. VEX I hefur fjárfest í fyrirtækjunum AGR, Annata og Opnum kerfum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×