Viðskipti innlent

Harpa nýr markaðs­stjóri Pizzunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harpa Grétarsdóttir er nýr markaðsstjóri Pizzunnar.
Harpa Grétarsdóttir er nýr markaðsstjóri Pizzunnar. Aðsend

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 

Harpa er með M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Síðustu tíu ár hefur hún starfað í markaðsmálum. 

„Ég er virkilega spennt að byggja upp vörumerkið hjá Pizzunni. Það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan. Ég sé mikil tækifæri fyrir þetta rótgróna en skemmtilega vörumerki og ég hlakka til að leiða markaðsmálin gegnum þær breytingar. Mikilvægasta verkefnið er að koma vefsíðunni okkar í lag og bæta upplifun okkar viðskiptavina í pöntunarferlinu, en eins og mörg hafa eflaust tekið eftir tók síðan nýverið breytingum sem voru því miður ekki til batnaðar. Það er ný síða í vinnslu og við erum spennt að kynna hana fyrir viðskiptavinum okkar,“ er haft eftir Hörpu í tilkynningu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×