Viðskipti innlent

Orku­­stofnun ræður til sín þrjá starfs­­menn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Sigurjón Njarðarson, Inga Helga Jónsdóttir og Heimir Tryggvason.
Frá vinstri: Sigurjón Njarðarson, Inga Helga Jónsdóttir og Heimir Tryggvason. Orkustofnun

Orkustofnun hefur gengið frá ráðningum á þremur nýjum starfsmönnum. Tveir þeirra munu starfa sem lögfræðingar á sviði orku- og auðlindamála og einn starfi sérfræðings í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum. 

Inga Helga Jónsdóttir, Sigurjón Njarðarson og Dr. Heimir Tryggvason hafa öll verið ráðin. Inga Helga og Sigurjón verða lögfræðingar og Heimir sérfræðingur. Með ráðningunum vill stofnunin efla stjórnsýslu og auka skilvirkni. 

Inga Helga er með LLM gráðu frá Freie University í Þýskalandi, þar sem hún lagði meðal annars stund á evrópskan orkurétt, með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í lögfræði frá sama skóla. Inga starfaði um sjö ára skeið hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), þar sem hún hafði umsjón með málum er varða samkeppnisrétt, fjarskiptarétt og ríkisaðstoð auk þess sem hún sinnti erlendu samstarfi. 

Sigurjón Njarðarson er með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í lögfræði frá sama skóla. Hann hefur undanfarin ár starfað sem lögfræðingur hjá Matvælastofnun meðal annars á sviði fiskeldis þar sem hann hafði umsjón með ýmsum stjórnsýslulegum málefnum, ritun umsagna og álitsgerða, sinnt leyfisveitingum og vann að umsögnum til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. 

Dr. Heimir Tryggvason lauk doktorsprófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Hann lauk meistaragráðu í vélaverkfræði frá DTU árið 2004 þar sem hann lagði áherslu á orkutækni og straumfræðigreinar, og BS gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Heimir hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi hjá Veitum ohf, við skilgreiningu verkefna í uppbyggingu og viðhaldi hitaveitukerfa og við verkefni á sviði jarðhitavinnslu, flutnings og dreifingar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×