Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsmenn felldu Víkinga niður um deild

    Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll

    ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Höfuðborgarsvæðið helsta vígi ÍBV

    Það verður mikið um að vera í Pepsi-deild karla í kvöld þegar 19. umferðin fer öll fram. Spennan jókst bæði á toppi og botni um síðustu helgi, þar sem Eyjamenn tóku meðal annars toppsætið af KR-ingum með góðri hjálp frá FH. Augu margra verða á leik Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum, enda verður spennandi að sjá hvernig Eyjaliðið ræður við pressuna sem fylgir því að sitja í toppsætinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Töpuð stig hjá toppliðunum: Mikill munur á KR og ÍBV

    Þrjú lið eiga raunhæfa möguleika á því að verða Íslandsmeistarar í ár; ÍBV og KR eru í harðri baráttu um titilinn og FH á enn smá von. Það er athyglisvert að skoða á móti hvaða liðum þessi þrjú lið hafa tapað stigum miðað við hvernig tafla Pepsi-deildarinnar lítur út.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kaplakrikinn á að vera vígi

    FH-ingar urðu fyrstir til að sigra KR í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli um helgina. FH vann 2-1 sigur og skoraði Atli Guðnason fyrra mark Hafnfirðinga í leiknum en átti þess fyrir utan stóran þátt í öflugum sóknarleik FH. Hann er leikmaður 18. umferðarinnar að mati Fréttablaðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir: Aldrei þjálfað peninganna vegna

    Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarnólfur Lárusson: Það vantar drápseðlið í okkur

    Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga var fúll eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld. Sigurmark Fylkismanna kom með síðustu spyrnu leiksins en Bjarnólfur hefði viljað sjá sína menn sýna meira drápseðli upp við mark andstæðingsins sem hefði þá skilað þeim betri úrslitum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir: Aaron nýtti tækifærið sitt vel

    Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur með sína menn í dag eftir 3–1 sigur á Þórsurum frá Akureyri. Jóhann Helgi kom Þór yfir en Newcastle-maðurinn Aaron Spear svaraði með tveimur mörkum áður og Andri Ólafsson innsiglaði svo sigurinn með fallegasta marki leiksins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Páll Viðar: Það vantaði meiri einbeitingu

    Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var ekki nægilega sáttur við sína menn eftir 1-3 tap fyrir Eyjamönnum á Hásteinsvellinum í dag. Páll Viðar talaði um einbeitingaleysi hjá sínum mönnum og að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi nú ekki átt fullkominn leik. Páll Viðar vildi þó ekki skella allri skuldinni á Erlend.

    Íslenski boltinn