Íslenski boltinn

Ármann Smári samdi við ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ármann Smári er hér kominn í ÍA-búninginn.
Ármann Smári er hér kominn í ÍA-búninginn. mynd/heimasíða ÍA
Ármann Smári Björnsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ÍA sem leikur í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Ármann Smári kemur til Skagamanna frá Hartlepool í Englandi. Ármann lék með Brann þar áður en síðasta íslenska liðið sem hann spilaði fyrir var FH.

Í gær framlengdi Mark Doninger við Skagamenn þannig að menn þar á bæ brosa þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×