Íslenski boltinn

Töpuð stig hjá toppliðunum: Mikill munur á KR og ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavík er eina liðið í 6. til 12. sæti sem hafa tekið stig af KR. Fréttablaðið/vilhelm
Keflavík er eina liðið í 6. til 12. sæti sem hafa tekið stig af KR. Fréttablaðið/vilhelm
Þrjú lið eiga raunhæfa möguleika á því að verða Íslandsmeistarar í ár; ÍBV og KR eru í harðri baráttu um titilinn og FH á enn smá von. Það er athyglisvert að skoða á móti hvaða liðum þessi þrjú lið hafa tapað stigum miðað við hvernig tafla Pepsi-deildarinnar lítur út.

KR-ingar hafa aðeins tapað 2 stigum á móti liðunum sem sitja í sæti sex eða neðar. Leikir gegn þeim liðum hafa hins vegar reynst Eyjamönnum erfiðir, sem hafa tapað 12 af 16 stigum sínum á móti liðum í neðstu sjö sætum deildarinnar.

Eyjamenn hafa hins vegar aðeins tapað fjórum stigum á móti liðum í efstu fimm sætunum, en þar hafa bæði KR (11 stig) og FH (12 stig) tapað mun fleiri stigum.

Töpuð stig hjá toppliðunum

Á móti liðum í 1. til 5. sæti:

FH 12 stig - KR 11 stig - ÍBV 4 stig

Á móti liðum í 6. til 12. sæti:

KR 2 stig - FH 8 stig - ÍBV 12 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×