Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnar: Héldum haus

    Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn á Víkingi í dag þar sem hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað úr víti áður í leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum

    FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tryggvi klúðraði 2 vítum og Grindavík bjargaði sér í Eyjum

    Grindvíkingar gerðu hið ótrúlega og björguðu sér frá falli með því að vinna 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Bæði mörk Grindavíkur komu á síðustu tíu mínútunum en áður hafi Óskar Pétursson, markvörður liðsins haldið Grindavíkurliðinu á floti með frábærri markvörslu. Tryggvi Guðmundsson klúðraði tveimur vítum í leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni

    Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Svona var fallbaráttan: Þór féll

    Íþróttavefur Vísis fylgdist náið með lokaumferðinni í Pepsi-deild karla en að lokum voru það hlutskipti Þórs frá Akureyri að falla með Víkingum í 1. deild karla. Lokaumferð Pepsi-deildar karla var sannarlega dramatísk.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Blikar gerðu út um Evrópudraum Stjörnumanna

    Breiðablik gerði útum Evrópudraum Stjörnunnar þegar Guðmundur Pétursson skoraði fjórða mark heimamanna í 4-3 sigri Breiðabliks. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Stjarnan gafst aldrei upp og minnkuðu muninn. Blikar komust því næst í 3-1, en þá náðu gestirnir að jafna metinn í 3-3. Þarna áttu gestirnir möguleika á því að komast í Evrópukeppnina, en Blikar náðu að innbyrða sigur 4-3 í uppbótartíma í ótrúlegum leik sem hafði allt upp á að bjóða.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á Hlíðarenda

    Valur og KR gerðu markalaust jafntefli að Hlíðarenda í baráttuleik á Hlíðarenda. Valsmenn fengu betri færi í jöfnum leik. Það besta í viðbótartíma þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá Arnari Sveini Geirssyni sem var sloppinn einn í gegnum vörn KR-inga.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þórsarar fallnir í 1. deild

    Þórsarar féllu aftur í 1. deildina í dag er þeir töpuðu, 2-1, í Keflavík. Á sama tíma vann Grindavík magnaðan sigur í Eyjum og sendu Norðanmenn niður. Þór verður því í 1. deild að ári og þess utan í Evrópukeppni. Ótrúlegt sumar hjá þeim.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kraftaverkaklúbbarnir í hættu

    Fjögur félög glíma við falldrauginn í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag og öll vilja þau forðast það að fylgja Víkingum niður í 1. deildina. Tvö af félögunum fjórum hafa stundað það undanfarna áratugi að bjarga úrvalsdeildarsæti sínu á síðustu stundu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu marka maður fjögur ár í röð

    Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn

    Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR setti met í meistaratvennum

    KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

    Íslenski boltinn