„Við enduðum mótið með reisn, við skoruðum nóg af mörkum í sumar en fengum of mörg á okkur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH eftir 5-3 sigur á Fylki í Árbænum í dag.
„Við unnum meistara meistarana, en það eru vonbrigði að vinna ekki einn af þeim tveimur stóru. Við verðum núna að taka til í okkar málum og líta á hvað fór vitlaust."
„Það er hægt að taka margt úr seinni umferðinni, 9 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap er mjög gott og vonandi tökum við það inn í næsta tímabil,núna verðum við bara að sjá hvernig við komum undan vori,"
Tommy Nielsen, varnarmaður FH lék sinn síðasta leik fyrir félagið í dag eftir 8 ára spilamennsku.
„Hann er einn sá besti sem hefur spilað í þessari deild, hann hefur tekið þátt í uppbyggingu klúbbsins. Það verður erfitt að sjá á eftir honum en þegar menn nálgast fimmtugsaldurinn skilur maður afhverju menn eru að hætta," sagði Matthías.
Matthías: Fengum of mörg mörk á okkur

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum
FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni.