Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvellinum skrifar 1. október 2011 13:15 Mynd/Daníel FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni. Fylkismenn glímdu við meiðsli og bönn og þurfti Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis að gera margar breytingar og tefldi fram ungu liði. Þeir náðu hinsvegar forystunni eftir 10. mínútur þegar löng aukaspyrna kom inn í teig FH og Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Fylkis nýtti sér skógarferð Gunnleifs í marki FH og skallaði í autt netið. Eftir þetta féllu Fylkismenn aftur og FH gengu á lagið en Fylkismenn voru þó afar ógnandi í skyndisóknum sínum. Það var hinsvegar FH sem átti næsta mark, sending kom af kantinum og Matthías Vilhjálmsson var einn og óvaldaður á fjærstöng og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Stuðningsmenn FH voru varla sestir þegar Atli Guðnason prjónaði sig gegnum vörn Fylkis og boltinn barst á nafna hans Atla Viðar sem var einn gegn Fjalari og setti hann örugglega í þaknetið. Markasúpan hélt svo áfram, Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH skoraði þriðja markið aðeins 3. mínútum eftir annað markið með skemmtilegri bakfallsspyrnu. Fylkismenn voru þó ekki af baki dottnir og Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. FH byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fjórða mark sitt á 52. mínútu þegar Atli Viðar skoraði sitt annað mark eftir klaufaskap í vörn Fylkis. Ólafur Páll Snorrason bætti svo við fimmta markinu á 63. mínútu með góðu skoti. Fylkismenn náðu að klóra í bakkann á 73. mínútu og var þar að verki markahrókurinn Jóhann Þórhallsson eftir góða sendingu frá varamanninum Ásgeiri Eyþórssyni. Það var þó ekki nóg og lauk leiknum með 5-3 sigri FH. FH enduðu því í 2. sæti og er þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið vinnur hvorki Íslands- né bikarmeistaratitilinn. Þeir kvöddu einnig í dag Tommy Nielsen en varnarmaðurinn fékk heiðursskiptingu á 87. mínútu og klöppuðu áhorfendur og leikmenn þegar varnarmaðurinn sterki fór útaf í síðasta sinn fyrir FH. Fylkir – FH 3-5 Fylkisvöllur. Áhorfendur: 501 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8 Skot (á mark): 13–18 (7-10) Varin skot: Fjalar 5 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–4 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 14 Rangstöður: 3–4 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 5 Trausti Björn Ríkharðsson 4 Kristján Valdimarsson 3 Davíð Þór Ásbjörnsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson Baldur Bett 5 (55. Rúrik Andri Þorfinsson 4) Styrmir Erlendsson 6 Elís Rafn Björnsson 6 Hjörtur Hermannsson 6 (69. Ásgeir Eyþórsson 5) Andri Már Hermannsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Albert Brynjar Ingason 8 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 (65. Bjarki Gunnlaugsson 6) Freyr Bjarnson 5 Tommy Nielsen 6 (87. Jón Ragnar Jónsson ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Pétur Viðarsson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 (82. Gunnar Kristjánsson ) Atli Viðar Björnsson 8 – Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 8 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni. Fylkismenn glímdu við meiðsli og bönn og þurfti Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis að gera margar breytingar og tefldi fram ungu liði. Þeir náðu hinsvegar forystunni eftir 10. mínútur þegar löng aukaspyrna kom inn í teig FH og Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Fylkis nýtti sér skógarferð Gunnleifs í marki FH og skallaði í autt netið. Eftir þetta féllu Fylkismenn aftur og FH gengu á lagið en Fylkismenn voru þó afar ógnandi í skyndisóknum sínum. Það var hinsvegar FH sem átti næsta mark, sending kom af kantinum og Matthías Vilhjálmsson var einn og óvaldaður á fjærstöng og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Stuðningsmenn FH voru varla sestir þegar Atli Guðnason prjónaði sig gegnum vörn Fylkis og boltinn barst á nafna hans Atla Viðar sem var einn gegn Fjalari og setti hann örugglega í þaknetið. Markasúpan hélt svo áfram, Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH skoraði þriðja markið aðeins 3. mínútum eftir annað markið með skemmtilegri bakfallsspyrnu. Fylkismenn voru þó ekki af baki dottnir og Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. FH byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fjórða mark sitt á 52. mínútu þegar Atli Viðar skoraði sitt annað mark eftir klaufaskap í vörn Fylkis. Ólafur Páll Snorrason bætti svo við fimmta markinu á 63. mínútu með góðu skoti. Fylkismenn náðu að klóra í bakkann á 73. mínútu og var þar að verki markahrókurinn Jóhann Þórhallsson eftir góða sendingu frá varamanninum Ásgeiri Eyþórssyni. Það var þó ekki nóg og lauk leiknum með 5-3 sigri FH. FH enduðu því í 2. sæti og er þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið vinnur hvorki Íslands- né bikarmeistaratitilinn. Þeir kvöddu einnig í dag Tommy Nielsen en varnarmaðurinn fékk heiðursskiptingu á 87. mínútu og klöppuðu áhorfendur og leikmenn þegar varnarmaðurinn sterki fór útaf í síðasta sinn fyrir FH. Fylkir – FH 3-5 Fylkisvöllur. Áhorfendur: 501 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8 Skot (á mark): 13–18 (7-10) Varin skot: Fjalar 5 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–4 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 14 Rangstöður: 3–4 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 5 Trausti Björn Ríkharðsson 4 Kristján Valdimarsson 3 Davíð Þór Ásbjörnsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson Baldur Bett 5 (55. Rúrik Andri Þorfinsson 4) Styrmir Erlendsson 6 Elís Rafn Björnsson 6 Hjörtur Hermannsson 6 (69. Ásgeir Eyþórsson 5) Andri Már Hermannsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Albert Brynjar Ingason 8 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 (65. Bjarki Gunnlaugsson 6) Freyr Bjarnson 5 Tommy Nielsen 6 (87. Jón Ragnar Jónsson ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Pétur Viðarsson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 (82. Gunnar Kristjánsson ) Atli Viðar Björnsson 8 – Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 8
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti