Íslenski boltinn

Garðar: Stjarnan verður Íslandsmeistari árið 2012

Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson. Mynd/Stefán
„Þetta er virkilega svekkjandi," sagði Garðar Jóhannsson, markakóngur Pepsi-deilar karla 2011, eftir tapið gegn Breiðablik í dag.

Stjarnan tapaði 4-3 fyrir Breiðablik en sigur hefði nægt fyrir þá bláklæddu til að komast í Evrópukeppnina.

„Ég væri til í að skipta á Evrópukeppninni og gullskónum, það er ekki spurning".

„Þeir komust í 2-0 í fyrri hálfleik, en áður hefði ég sjálfur átt að skora 2-3 mörk, þá hefði kannski leikurinn litið allt öðruvísi út og við í meiri möguleika á að vinna".

„Við komum til baka í síðari hálfleiknum og náðum að jafna 3-3, en síðan datt þetta bara fyrir þá í lokin".

„Að mínu mati er árangur okkur undir pari þar sem ég stefndi á Evrópusætið. Við komum bara sterkari til leiks á næsta ári og ég ætla hér með að gefa það út að Stjarnan verður Íslandsmeistari á næsta ári".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×