Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Góður endir á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel
„Þetta var góður endir á tímabilinu," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í dag.

Breiðablik vann magnaðan sigur á Stjörnunni 4-3 og endaði tímabilið með vel.

„Mér fannst við spila leikinn vel allan tímann, en Stjarnan er með kröftugt lið og komu sterkir til baka eftir að hafa lent undir".

„Við slökuðum aðeins á um miðjan síðari hálfleik og fengum þá tvö mörk í andlitið á okkur, en ég er ánægður að liðið hafi haft nægilega mikinn kraft til að innbyrða sigur í dag".

„Við þurfum að vinna í fullt af hlutum fyrir næsta tímabil, en félagið er enn í efstu deild og hefur verið þar undanfarinn sex ár sem er flottur árangur".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×