Bjössi Hreiðars: Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1% þjóðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 16:57 Sigurbjörn Hreiðarsson. Mynd/Valli Sigurbjörn Hreiðarsson lék sinn síðasta leik með Valsmönnum gegn KR í dag. Hann var sáttur við lokaleikinn, fór yfir hápunktana og var þögull sem gröfinn varðandi næsta áfangastað. „Jú, ég hefði ekki viljað enda þetta öðruvísi en að mæta KR á heimavelli. Í gegnum ferilinn hafa það verið skemmtilegustu leikirnir og ég var ánægður með þetta," sagði Bjössi sem fékk heiðursskiptingu í síðari hálfleik. Sigurbjörn hefur spilað með Valsmönnum frá árinu 1992. Hann var beðinn um að meta hápunkta ferilsins. „Allt náttúrulega. Titillinn árið 2007, bikarinn 2005 og svo var ótrúlega gaman að verða bikarmeistari árið 1992 þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur unnið fullt af titlum en það hafa einnig verið lægðir í þessu. Þetta hefur verið einn rússíbani. Bara að hafa verið hérna og spilað með öllum þessum frábæru einstaklingum, reyndar staldrað stutt við margir hverjir. Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1 prósent af þjóðinni," sagði Sigurbjörn kíminn. Sigurbjörn tók undir með blaðamanni að margt hefði breyst í knattspyrnunni frá því hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Já, þegar ég byrjaði mátti markvörður taka hann með höndum eftir sendingu frá samherja. Boltinn var allt öðruvísi. Þetta er orðið miklu fagmannlegra. Í dag eru allir í standi í knattspyrnu. Það fer enginn inn á sem er í einhverju rugli. Þú ert með átján menn sem eru að æfa allt árið á fullu. Þegar maður var að byrja í þessu var ekki svona mikil æfingasókn og alvara. Þetta hefur breyst mikið." Sigurbjörn hefur líst því yfir að hann ætli að sparka áfam í bolta. Þó ekki í efstu deild. „Það kemur í ljós. Það er ákveðið í gangi núna. Ég skoða það og ætla að sjá hvort það gangi ekki eftir. Þá tek ég það verkefni á fullu," sagði Sigurbjörn. Á meðan undirritaður ræddi við Sigurbjörn gekk Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, framhjá og grínaðist með að Sigurbjörn væri að fara að þjálfa Hauka. Sigurbjörn var þó þögull sem gröfinn „Ég get ekki staðfest neitt núna. Það er á hreinu," sagði Sigurbjörn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson lék sinn síðasta leik með Valsmönnum gegn KR í dag. Hann var sáttur við lokaleikinn, fór yfir hápunktana og var þögull sem gröfinn varðandi næsta áfangastað. „Jú, ég hefði ekki viljað enda þetta öðruvísi en að mæta KR á heimavelli. Í gegnum ferilinn hafa það verið skemmtilegustu leikirnir og ég var ánægður með þetta," sagði Bjössi sem fékk heiðursskiptingu í síðari hálfleik. Sigurbjörn hefur spilað með Valsmönnum frá árinu 1992. Hann var beðinn um að meta hápunkta ferilsins. „Allt náttúrulega. Titillinn árið 2007, bikarinn 2005 og svo var ótrúlega gaman að verða bikarmeistari árið 1992 þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur unnið fullt af titlum en það hafa einnig verið lægðir í þessu. Þetta hefur verið einn rússíbani. Bara að hafa verið hérna og spilað með öllum þessum frábæru einstaklingum, reyndar staldrað stutt við margir hverjir. Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1 prósent af þjóðinni," sagði Sigurbjörn kíminn. Sigurbjörn tók undir með blaðamanni að margt hefði breyst í knattspyrnunni frá því hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Já, þegar ég byrjaði mátti markvörður taka hann með höndum eftir sendingu frá samherja. Boltinn var allt öðruvísi. Þetta er orðið miklu fagmannlegra. Í dag eru allir í standi í knattspyrnu. Það fer enginn inn á sem er í einhverju rugli. Þú ert með átján menn sem eru að æfa allt árið á fullu. Þegar maður var að byrja í þessu var ekki svona mikil æfingasókn og alvara. Þetta hefur breyst mikið." Sigurbjörn hefur líst því yfir að hann ætli að sparka áfam í bolta. Þó ekki í efstu deild. „Það kemur í ljós. Það er ákveðið í gangi núna. Ég skoða það og ætla að sjá hvort það gangi ekki eftir. Þá tek ég það verkefni á fullu," sagði Sigurbjörn. Á meðan undirritaður ræddi við Sigurbjörn gekk Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, framhjá og grínaðist með að Sigurbjörn væri að fara að þjálfa Hauka. Sigurbjörn var þó þögull sem gröfinn „Ég get ekki staðfest neitt núna. Það er á hreinu," sagði Sigurbjörn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira