Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnar Darri í Stjörnuna

    Danski netmiðillinn bold.dk greinir frá því í dag að markvörður U-21 árs landsliðsins, Arnar Darri Pétursson, sé hættur hjá SönderjyskE og genginn í raðir Stjörnunnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá

    KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gunnar frá í 4-6 vikur

    Gunnar Már Guðmundsson mun missa af upphafi Pepsi-deildar karla með liði sínu, ÍBV, þar sem hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hné.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Verður á brattann að sækja í upphafi móts

    Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari Fylkis, hefur staðið í ströngu á sínu fyrsta undirbúningstímabili með liðið. Meiðsli í leikmannahópnum hafa plagað liðið og hefur Fylkismönnum ekki gengið nógu vel í undirbúningsmótunum nú eftir áramót.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Byrjað að slá Laugardalsvöllinn - styttist í fyrsta leik

    Íslandsmótið í fótbolta er á næsta leyti en Pepsi-deild karla hefst 6. maí næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að menn séu farnir að undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir knattspyrnusumarið og að grasið hafi verið slegið í fyrsta sinn í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fylkir samdi við írskan varnarmann

    Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn

    Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

    Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR

    Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Svíarnir stálu mér ekki

    Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

    Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

    Íslenski boltinn