Íslenski boltinn

Óvissa um framtíð Sverris

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson var á mála hjá sænska liðinu Sundsvall árið 2008.
Sverrir Garðarsson var á mála hjá sænska liðinu Sundsvall árið 2008.
Óvíst er hvort að varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson muni spila með ÍBV í sumar. Þjálfari ÍBV, Magnús Gylfason, segir mál hans í óvissu.

Sverrir hefur verið að æfa og spila með ÍBV að undanförnu en hann hefur verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu, FH, undanfarin ár.

„Þetta var ákveðin tilraun af beggja hálfu til að sjá hvernig honum myndi ganga. Það gekk mjög vel í byrjun en nú er komið bakslag. Það er óvíst með framhaldið," sagði Magnús.

„Stóra spurningin er í dag hvort hann geti yfir höfuð spilað fótbolta á ný. Það hefur enn engin ákvörðun verið tekin," bætti hann við.

Sverrir þurfti að taka sér frí frá fótbolta á sínum tíma vegna höfuðmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×