Íslenski boltinn

Stjarnan komin í undanúrslit Lengjubikarsins

Garðar var í stuði í dag.
Garðar var í stuði í dag.
Stjarnan, sem komst óvænt inn í átta liða úrslit Lengjubikarsins í gær, er komið alla leið í undanúrslit keppninnar eftir 2-1 sigur á Val í átta liða úrslitum í dag.

Stjarnan fékk þáttökurétt í átta liða úrslitunum þar sem liðinu var dæmdur sigur á Víkingi sem tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna. Víkingur hafði áður tekið sæti ÍA og Stjarnan því í raun þriðja liðið sem tók þetta sæti.

Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna í leiknum, annað úr víti, en varnarmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson skoraði mark Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×