Íslenski boltinn

Valsmenn komnir áfram eftir 2-0 sigur á FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthías Guðmundson skoraði fyrra mark Vals í leiknum í kvöld.
Matthías Guðmundson skoraði fyrra mark Vals í leiknum í kvöld. Mynd / Daníel
Valsmenn tryggðu sig í átta liða úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á FH í Egilshöll í kvöld.

Valsmenn komust yfir eftir 25 mínútna leik þegar Matthías Guðmundsson skoraði. Skömmu síðar braut Guðjón Árni Antoníusson á Atla Heimissyni innan teigs og vítaspyrna dæmd. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði úr spyrnunni.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og Valsmenn komnir með 16 stig á toppi Riðils 3 í A-deildinni. FH-ingar eru í öðru sæti með 14 stig og höfðu þegar tryggt sig áfram.

Þórsarar, sem lögðu Leikni 3-1 fyrr í dag, eru í þriðja sæti með 13 stig. Þeir þurfa að bíða eftir að leik lýkur í hinum riðlunum tveimur. Tvö lið með bestan árangur í þriðja sæti riðla sinna komast í átta liða úrslitin.

Í Riðli 1 lagði BÍ/Bolungarvík Selfyssinga að velli í Kórnum í dag með marki Péturs Georgs Markan. Þetta var fyrsti sigur Vestfirðinga í keppninni.

Upplýsingar um markaskorar er fengnar af fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×