Íslenski boltinn

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Guðjón Þórðarson hefur fengið tvo leikmenn frá Bretlandseyjum til Grindavíkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í sumar.

Þeir heita Jordan Edridge og Gavin Morrison en þetta kom fram á Fótbolta.net í dag. Edridge hefur verið til skoðunar hjá Grindavík síðustu daga en Morrison kemur sem lánsmaður frá skoska úrvalsdeildarliðinu Inverness CT.

„[Gavin] kemur til mín frá Terry Butcher sem lánaði mér hann. Butcher stendur fyrir sínu," sagði Guðjón við Fótbolta.net. „Jordan er miðjumaður og getur líka spilað sem wing-back eða bakvörður. Gavin er meira central miðjumaður, box to box týpa. Þetta breikkar aðeins hópinn hjá okkur."

Edridge lék áður með Chesterfield en var í vetur í ensku utandeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×