Fótbolti

Byrjað að slá Laugardalsvöllinn - styttist í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn V. Jóhannsson að slá Laugardalsvöllinn í gær.
Kristinn V. Jóhannsson að slá Laugardalsvöllinn í gær. Mynd/Heimasíða KSÍ
Íslandsmótið í fótbolta er á næsta leyti en Pepsi-deild karla hefst 6. maí næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að menn séu farnir að undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir knattspyrnusumarið og að grasið hafi verið slegið í fyrsta sinn í gær.

Leikur Reykjavíkurliðanna Fram og Vals fer fram á Laugardalsvellinum 7. maí og það er ekki hægt að sjá annað á myndum á ksi.is að völlurinn verið orðinn grænn og flottur fyrir fyrsta leik. Grasið er svo sannarlega farið að grænka á Laugardalsvellinum.

Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður Laugardalsvallar var myndaður í bak og fyrir þegar hann sló völlinn í fyrsta sinn á árinu í gær og er hægt að nálgast þær myndir á myndasíðu KSÍ eða með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×