Umfjöllun og viðtöl: KR vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH Stefán Hirst Friðriksson á Laugardalsvelli skrifar 1. maí 2012 13:35 mynd/daníel KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira