Umfjöllun og viðtöl: KR vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH Stefán Hirst Friðriksson á Laugardalsvelli skrifar 1. maí 2012 13:35 mynd/daníel KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
KR unnu í kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR-inga skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik og var sigur liðsins sanngjarn. Leikurinn er venjulega spilaður á milli deildar- og bikarmeistara síðasta tímabils. KR-ingar unnu hinsvegar tvöfalt þannig að liðið sem lenti í öðru sæti á tímabilinu í fyrra mætti KR-ingum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru liðin að þreifa hvort á öðru. Það voru þá frekar Hafnfirðingar sem voru ógnandi og komust þeir í nokkur hálffæri á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Það var svo á 34. mínútu sem KR-ingar komust yfir. Óskar Örn átti þá frábæran sprett inn á teiginn og var felldur og vítaspyrna réttilega dæmd. Kjartan Henry sýndi fádæma öryggi á punktinum og hamraði boltanum í mitt markið. KR-ingar bættu í eftir markið og voru mjög ógnandi á næstu mínútum. Það var svo á 44. mínútu sem þeir bætti við forystuna. Atli Sigurjónsson átti þá gott skot sem Gunnleifur varði beint fyrir fætur Kjartans Henry og kláraði hann færið örugglega. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum og fengu bæði lið tækifæri til þess að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins. Liðin duttu nokkuð niður í kjölfarið og virkuðu KR-ingar sáttir með fenginn hlut á meðan Hafnfirðingar ógnuðu lítið. Kjartan Henry fékk upplagt tækfæri til þess að innsigla þrennuna en hann skaut yfir úr algjöru dauðafæri á 80. mínútu leiksins. FH-ingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiks en sem fyrr vildi boltinn ekki inn og góður 2-0 sigur KR-inga því staðreynd. Íslands- og bikarmeistararnir voru nokkuð sannfærandi í þessum leik og er ljóst að þeir eru til alls líklegir í sumar. Kjartan Henry: Fín generalprufamynd/daníelKjartan Henry Finnbogason leikmaður KR skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstaklega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram," „Þetta var fín general prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu," sagði Kjartan Henry. „FH-ingar eru með flott lið og verða þeir sterkir í sumar. Þeir spila frábæran bolta og er Heimir frábær þjálfari," sagði Kjartan Henry að lokum. Rúnar: Líst mjög vel á liðið fyrir sumariðmynd/daníel„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu. FH-ingarnir voru mun betri í honum, héldu boltanum vel á milli sín en okkur tókst að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Við löguðum hlutina í síðari hálfleiknum og komumst betur inn í þetta," sagði Rúnar Aðspurður um hvernig honum litist á KR-liðið fyrir tímabilið sagði Rúnar. „Mér líst bara mjög vel á liðið. Ég er ánægður með leikmannahópinn sem ég er með hérna. Það hafa allir lagt gríðarlega hart að í vetur við æfingar og er mikill metnaðar í þessum strákum," bætti Rúnar við. „Við stefnum á að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitillinn ásamt mörgum öðrum liðum. Það eru mörg sterk lið í deildinni í sumar sem hafa flest öll bætt við sig nokkrum leikmönnum. Það hafa mörg lið verið að spila gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu og er því jöfn deild í vændum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. Heimir: Slæmar ákvarðanartökur í leiknumGunnleifur svekktur í Man. City-treyjunni sinni.mynd/daníel„Það er alltaf skemmtilegra að vinna þegar það er bikar í boði. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum ekki nógu klókir varnarlega og vorum við að missa boltann á slæmum stöðum. Gott lið eins og KR refsar manni fyrir það," „Við spiluðum vel inn á vellinum en það vantaði betri ákvarðanartökur á síðasta þriðjungnum hjá okkur," sagði Heimir. „Við eigum leik við Grindavík á heimavelli um helgina og eru þeir með gott lið. Við erum fullir tilhlökkunar og það er gaman að mótið sé að byrja," sagði Heimir „Ég er bjartsýnn á gott gengi í Íslandsmótinu. Mér líst vel á liðið okkar og vonandi getum við byrjað mótið af krafti," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira