Íslenski boltinn

Blikar semja við norskan sóknarmann

Petar Rnkovic.
Petar Rnkovic.
Breiðablik er búið að ná sér í sóknarmann fyrir sumarið en sá heitir Petar Rnkovic. Þetta er 33 ára gamall Norðmaður sem á ættir að rekja til Svartfjallalands.

Blikar kannast ágætlega við kappann því hann var til reynslu hjá félaginu árið 2006 en fékk þá ekki samning.

Rnkovic var síðast á mála hjá Mjöndalen í Noregi en hann hefur einnig leikið með liðum eins og Strömsgodset og Grays Athletic í Englandi. Hann skoraði 10 mörk í 27 leikjum með Mjöndalen.

Petar kemur til landsins í þessari viku og hefur þá æfingar með Blikum. Hann semur til loka leiktíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×