Við Guðjón erum orðnir fullorðnir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2012 07:00 Hafþór Ægir er kominn aftur af stað eftir tæplega 16 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hafþór Ægir Vilhjálmsson er byrjaður að æfa með liði Grindavíkur á nýjan leik en hann hefur ekki æft fótbolta síðan hann meiddist á hné í janúar á síðasta ári. Hafþór mætti á sína fyrstu æfingu með Grindavík á mánudaginn. Þar æfði hann undir stjórn mannsins sem hann neitaði að spila hjá árið 2006. Þá setti Hafþór Ægir umdeildan viðauka í samning sinn við ÍA um að honum væri frjálst að fara frá félaginu ef Guðjón Þórðarson tæki við liðinu. Viðaukinn var settur inn nokkrum dögum áður en Guðjón tók við liðinu og faðir Hafþórs sat þá í stjórn ÍA. Málið var afar umdeilt en ný stjórn knattspyrnudeildar ÍA neitaði að viðurkenna viðaukann. Málið fór alla leið hjá KSÍ og fór svo að lokum að Hafþóri var leyft að fara frá uppeldisfélaginu. Guðjón er alltaf til í að leiðbeina mérLeiðir hans og Guðjóns liggja nú aftur saman í Grindavík. Hafþór segir að gróið sé um heilt milli hans og þjálfarans. „Það er allt gott á milli mín og Guðjóns og við náum vel saman. Hann hefur sýnt minni stöðu mikinn skilning og kemur til mín á hverjum degi og spyr hvernig gangi hjá mér. Hann er alltaf til í að leiðbeina mér," sagði Hafþór Ægir en er búið að gera þessi gömlu leiðindi upp? „Blessaður vertu, við erum orðnir fullorðnir. Hann hefur sagt það sjálfur að hann sé ekki að erfa eitthvað úr fortíðinni heldur horfi hann fram á veginn. Það þurfti því ekkert að setjast niður og hreinsa loftið eða álíka. Við tókumst í hendur á fyrstu æfingu og þurfti ekki einu sinni að tala um þetta mál. Það er ekkert vandamál hjá okkur." Hinn 25 ára gamli Hafþór segir að það sé bjart fram undan hjá sér og hann hlakkar til komast almennilega af stað. „Ég má æfa fótbolta annan hvern dag og lyfta hinn daginn. Ég er eðlilega langt á eftir hinum og nú þarf ég að koma mér í form." Hann meiddist á æfingu þegar það snerist upp á löppina á honum. Hefur ýmislegt verið gert til þess að koma honum í lag en fátt bar árangur. Meira að segja skurðaðgerð breytti engu. Enginn vissi hvað væri nákvæmlega aðEnginn virtist nákvæmlega vita hvað væri að honum og það var eðlilega erfitt fyrir leikmanninn. „Það var ekki fyrr en ég fékk stera í hnéð sem ég gat farið að lyfta án þess að vera sárkvalinn. Svo hefur þetta verið að lagast hjá mér. Það var svo afar ánægjulegt að komast á grasæfingu á mánudag," sagði Hafþór Ægir en hvernig var nákvæmlega tilfinningin? „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta. Þeir sem hafa lent í þessu vita hvernig mér líður. Þetta er ótrúlega ljúft," sagði Hafþór sem hefur helst ekki getað horft á fótbolta í meiðslunum. Það var einfaldlega of erfitt fyrir hann. „Þetta er búið að taka meira á andlega en líkamlega. Ég var mjög kvalinn og gat stundum ekki sofið á nóttunni. Ég get alveg viðurkennt að ég hugsaði stundum hvort ég myndi jafna mig þegar ég var að vakna með verk á nóttunni. Verst af öllu var samt að enginn vissi nákvæmlega hvað væri að hjá mér. Þarna voru læknar ekki vissir um að ég myndi spila aftur og það tók sinn toll. Ég hafði samt alltaf trú á þessu." Hafþór gerir ekki ráð fyrir að spila með Grindavík fyrr en í júní í fyrsta lagi. „Það styttist í að ég geti farið að æfa á fullu og markmiðið núna er að spila fótbolta í sumar. Nú þarf ég að vinna í líkamlega þættinum sem er auðveldara þar sem ég er nánast verkjalaus orðinn. Það er afar góð tilfinning." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Sjá meira
Hafþór Ægir Vilhjálmsson er byrjaður að æfa með liði Grindavíkur á nýjan leik en hann hefur ekki æft fótbolta síðan hann meiddist á hné í janúar á síðasta ári. Hafþór mætti á sína fyrstu æfingu með Grindavík á mánudaginn. Þar æfði hann undir stjórn mannsins sem hann neitaði að spila hjá árið 2006. Þá setti Hafþór Ægir umdeildan viðauka í samning sinn við ÍA um að honum væri frjálst að fara frá félaginu ef Guðjón Þórðarson tæki við liðinu. Viðaukinn var settur inn nokkrum dögum áður en Guðjón tók við liðinu og faðir Hafþórs sat þá í stjórn ÍA. Málið var afar umdeilt en ný stjórn knattspyrnudeildar ÍA neitaði að viðurkenna viðaukann. Málið fór alla leið hjá KSÍ og fór svo að lokum að Hafþóri var leyft að fara frá uppeldisfélaginu. Guðjón er alltaf til í að leiðbeina mérLeiðir hans og Guðjóns liggja nú aftur saman í Grindavík. Hafþór segir að gróið sé um heilt milli hans og þjálfarans. „Það er allt gott á milli mín og Guðjóns og við náum vel saman. Hann hefur sýnt minni stöðu mikinn skilning og kemur til mín á hverjum degi og spyr hvernig gangi hjá mér. Hann er alltaf til í að leiðbeina mér," sagði Hafþór Ægir en er búið að gera þessi gömlu leiðindi upp? „Blessaður vertu, við erum orðnir fullorðnir. Hann hefur sagt það sjálfur að hann sé ekki að erfa eitthvað úr fortíðinni heldur horfi hann fram á veginn. Það þurfti því ekkert að setjast niður og hreinsa loftið eða álíka. Við tókumst í hendur á fyrstu æfingu og þurfti ekki einu sinni að tala um þetta mál. Það er ekkert vandamál hjá okkur." Hinn 25 ára gamli Hafþór segir að það sé bjart fram undan hjá sér og hann hlakkar til komast almennilega af stað. „Ég má æfa fótbolta annan hvern dag og lyfta hinn daginn. Ég er eðlilega langt á eftir hinum og nú þarf ég að koma mér í form." Hann meiddist á æfingu þegar það snerist upp á löppina á honum. Hefur ýmislegt verið gert til þess að koma honum í lag en fátt bar árangur. Meira að segja skurðaðgerð breytti engu. Enginn vissi hvað væri nákvæmlega aðEnginn virtist nákvæmlega vita hvað væri að honum og það var eðlilega erfitt fyrir leikmanninn. „Það var ekki fyrr en ég fékk stera í hnéð sem ég gat farið að lyfta án þess að vera sárkvalinn. Svo hefur þetta verið að lagast hjá mér. Það var svo afar ánægjulegt að komast á grasæfingu á mánudag," sagði Hafþór Ægir en hvernig var nákvæmlega tilfinningin? „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta. Þeir sem hafa lent í þessu vita hvernig mér líður. Þetta er ótrúlega ljúft," sagði Hafþór sem hefur helst ekki getað horft á fótbolta í meiðslunum. Það var einfaldlega of erfitt fyrir hann. „Þetta er búið að taka meira á andlega en líkamlega. Ég var mjög kvalinn og gat stundum ekki sofið á nóttunni. Ég get alveg viðurkennt að ég hugsaði stundum hvort ég myndi jafna mig þegar ég var að vakna með verk á nóttunni. Verst af öllu var samt að enginn vissi nákvæmlega hvað væri að hjá mér. Þarna voru læknar ekki vissir um að ég myndi spila aftur og það tók sinn toll. Ég hafði samt alltaf trú á þessu." Hafþór gerir ekki ráð fyrir að spila með Grindavík fyrr en í júní í fyrsta lagi. „Það styttist í að ég geti farið að æfa á fullu og markmiðið núna er að spila fótbolta í sumar. Nú þarf ég að vinna í líkamlega þættinum sem er auðveldara þar sem ég er nánast verkjalaus orðinn. Það er afar góð tilfinning."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Sjá meira