Íslenski boltinn

Færeyingar koma í Dalinn í ágúst

Lagerbäck er að fá fullt af vináttulandsleikjum.
Lagerbäck er að fá fullt af vináttulandsleikjum. mynd/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst næstkomandi.

Sá leikur verður lokahnykkurinn í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni EM en hún hefst í september.

Fyrsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli þann 7. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×