Íslenski boltinn

Skagamenn draga sig úr leik í Lengjubikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skagamenn fagna úrvalsdeildarsætinu í haust.
Skagamenn fagna úrvalsdeildarsætinu í haust.
Lið ÍA hefur dregið sig úr leik í Lengjubikarkeppni karla þó svo að liðið hafi ekki tapað leik í riðlakeppninni.

Fram kom á Fótbolti.net í dag að leikir ÍA í 8-liða úrslitum keppninnar eigi að fara fram á sama tíma og liðið er í æfingaferð á Spáni. Liðið heldur utan á laugardag en leikirnir fara fram sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl.

„Þetta voru bæði mistök hjá KSÍ við niðurröðun á mótinu og mistök hjá okkur að fatta ekki strax í byrjun að úrslitin væru á þessum tíma sem við erum úti," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net.

„Við segjum okkur því úr þessum úrslitum og finnum okkur góða æfingaleiki í staðinn."

ÍA varð í fyrsta sæti síns riðils í riðlakeppninni. Keflavík varð í öðru sæti og Víkingur þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×