Íslenski boltinn

Aron Bjarki missir af upphafi Pepsi-deildarinnar

Aron Bjarki.
Aron Bjarki.
Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson mun ekki geta spilað með KR í fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar vegna meiðsla.

Aron Bjarki fór úr olnbogalið á æfingu í gær eftir því sem fram kemur á stuðningsmannasíðu KR.

Það er leikið ansi þétt í upphafi móts og Aron Bjarki gæti mætt af fimm til sex fyrstu leikjunum enda áætlað að hann verði frá í um fjórar vikur.

KR-ingar munu því eflaust setja aukinn kraft í að finna miðvörð fyrir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×