Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kom í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí. Fótbolti 5. desember 2025 16:54
Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Fótbolti 5. desember 2025 10:03
Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður viðstaddur þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Washington á föstudag. Þetta staðfestir Hvíta húsið. Fótbolti 2. desember 2025 18:01
Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Norðmenn eru á leið á HM karla í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og því fylgja ákveðnar skyldur. Fótbolti 1. desember 2025 09:35
Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Íran er eitt af löndunum sem eru búin að tryggja sér farseðilinn á HM í fótbolta næsta sumar en knattspyrnusamband félagsins sendir samt enga fulltrúa á dráttinn fyrir riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Fótbolti 28. nóvember 2025 17:32
Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Fótbolti 28. nóvember 2025 13:16
Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Mason Greenwood gæti spilað fyrir landslið Jamaíku en mögulegir verðandi liðsfélagar hans hoppa ekki beint af kæti yfir því. Fótbolti 28. nóvember 2025 11:32
Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. Fótbolti 27. nóvember 2025 07:27
Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. Fótbolti 25. nóvember 2025 18:12
Ronaldo slapp við bann á HM Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 25. nóvember 2025 17:48
„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Fótbolti 25. nóvember 2025 12:03
Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Fótbolti 23. nóvember 2025 15:01
Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Heimir Hallgrímsson og félagar í írska landsliðinu spila mikilvæga leiki í mars þar sem sæti á heimsmeistaramótinu er í boði. Fótbolti 23. nóvember 2025 09:30
Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Fótbolti 22. nóvember 2025 22:33
Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fögnuður skoskra stuðningsmanna eftir að skoska landsliðið tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu í fyrsta skipti í 28 ár mældist á jarðskjálftamælum í Skotlandi. Fótbolti 22. nóvember 2025 11:15
Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Haítí er á leiðinni á heimsmeistaramót í fótbolta í fyrsta sinn á næsta ári og knattspyrnusambandið þar í landi er nú þegar farið að gera tilraunir til að bæta í vopnabúrið. Enski boltinn 21. nóvember 2025 18:19
Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. Handbolti 21. nóvember 2025 16:57
Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Fótbolti 21. nóvember 2025 12:31
Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Steve McClaren, eftirmaður Heimis Hallgrímssonar sem þjálfari jamaíska landsliðsins, sagði upp störfum í vikunni eftir að liðinu tókst ekki að komast beint á HM í gegnum undankeppni Norður-Ameríku. Starfsumhverfið hjá jamaíska sambandinu reyndist honum snúið. Fótbolti 21. nóvember 2025 10:30
McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós. Fótbolti 21. nóvember 2025 10:03
FIFA setur nettröllin á svartan lista Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar. Fótbolti 20. nóvember 2025 16:33
Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Liðin sextán sem spila um fjögur síðustu sæti Evrópuþjóða, á HM karla í fótbolta næsta sumar, vita núna hvaða leið þau þurfa að fara í umspilinu í lok mars. Fótbolti 20. nóvember 2025 12:44
Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta. Fótbolti 20. nóvember 2025 12:00
Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Haítí er komið í fyrsta sinn á heimsmeistaramót karla í meira en hálfa öld. Það gerði liðið þrátt fyrir mjög sérstaka þjálfun. Fótbolti 20. nóvember 2025 11:32
Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Tveir þjálfarar mæta til Guðmundar Benediktssonar og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í Big Ben í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2025 10:33
Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Karíbahafseyjan Curacao sló HM-met Íslands í vikunni og er nú orðin minnsta þjóð sögunnar til að komast á heimsmeistaramót karla í fótbolta. Íslendingar höfðu átt metið síðan þeir komust á HM í Rússlandi 2018. En var Curacao að tryggja sér sæti á HM eða ætti Ísland að krefjast þess að árangur þeirra verði stjörnumerktur? Fótbolti 20. nóvember 2025 08:01
Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Fótbolti 20. nóvember 2025 07:30
Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fáir Svíar hugsa hlýtt til Jons Dahl Tomasson eftir afleitt gengi fótboltalandsliðsins undir hans stjórn. Samfélagsmiðlastjarna ákvað hins vegar að heiðra þennan „hataðasta mann Svíþjóðar“ eins og hún orðaði það. Fótbolti 20. nóvember 2025 07:10
Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Eins og ætla mátti var Craig Bellamy, þjálfari velska karlalandsliðsins í fótbolta, afar sáttur með sína menn eftir stórsigurinn á Norður-Makedóníu, 7-1, í undankeppni HM í gær. Fótbolti 19. nóvember 2025 18:32
Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Fótbolti 19. nóvember 2025 17:24