Sara óttast að íþróttir kvenna fari verr út úr faraldrinum - Hefði viljað tvö EM á sama sumri Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segist óttast að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins muni hafa meiri og verri áhrif á íþróttir kvenna en karla. Fótbolti 13. maí 2020 22:00
Brutust inn til Alli og ógnuðu honum með hníf Þjófar brutust inn á heimili Dele Alli, leikmanns Tottenham, síðustu nótt. Þeir ógnuðu honum með hníf og kýldu knattspyrnumanninn í andlitið áður en þeir höfðu með sér skartgripi og úr á brott. Enski boltinn 13. maí 2020 21:00
Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. Fótbolti 13. maí 2020 19:00
Lineker spilaði golf með Michael Jordan og Samuel L. Jackson Það virðast margir eiga góða golfsögu af Michael Jordan og einn af þeim er sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker sem rifjaði upp eina slíka eftir að hafa horft á nýjasta þáttinn af „The Last Dance“. Golf 13. maí 2020 17:00
Amiens fer í mál við frönsku deildina eftir að liðið var fellt Forráðamenn Amiens vilja að franska deildin snúi ákvörðun sinni að fella liðið úr frönsku úrvalsdeildinni við. Fótbolti 13. maí 2020 16:30
Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 13. maí 2020 15:34
Samherji Söru vonar að hugrakkur hommi stígi stóra skrefið Ein besta fótboltakona heims furðar sig á því af hverju samkynhneigðir fótboltakarlar séu í allt annarri stöðu en samkynhneigðar knattspyrnukonur. Fótbolti 13. maí 2020 12:00
Segir að það sé ekki vænlegt fyrir Everton að selja Gylfa Knattspyrnuspekingur sér mikil gæði í Gylfa Þór Sigurðssyni og býst ekki við því að Everton selji hann í sumar. Enski boltinn 13. maí 2020 11:00
Táningur gaf sig fram til lögreglunnar eftir að hafa beitt Ian Wright kynþáttaníði Írskur táningur hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa beitt Ian Wright, fyrrum knattspyrnumann og nú spekingi, kynþáttaníði á Instagram. Fótbolti 13. maí 2020 10:00
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. Fótbolti 13. maí 2020 08:30
„Luke Chadwick 1-0 Steven Gerrard“ Luke Chadwick, sem varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gær en hann á fleiri Englandsmeistaratitla en Steven Gerrard. Enski boltinn 13. maí 2020 08:00
Leikmönnum sagt að líta undan eftir tæklingar Ef að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að geta hafist að nýju á næstunni þurfa leikmenn að vera tilbúnir að gera ákveðnar breytingar á sínum leik, til að mynda að líta undan eftir tæklingar í stað þess að snúa andlitum saman, til að minnka smithættu. Enski boltinn 13. maí 2020 07:00
Dagskráin í dag: Alþingismaður mætir til Rikka og velur sitt úrvalslið Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 13. maí 2020 06:00
Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn 12. maí 2020 20:00
Fylkir fær reynslubolta sem er tuttugu árum eldri en markvörður liðsins Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við hina reynslumiklu Vesnu Elísu Smiljkovic sem kemur í Árbæinn eftir að hafa síðast verið leikmaður Íslandsmeistara Vals. Íslenski boltinn 12. maí 2020 18:00
Borgarstjóri London vill enga fótboltaleiki í borginni strax Enska úrvalsdeildin ætlar sér að koma til baka í júní en þangað til þarf að sannfæra marga um að þetta sér rétta skrefið á tímum kórónuveirunnar. Enski boltinn 12. maí 2020 15:00
Gylfi horfir á Last Dance, les Björgólf Thor og hlustar á Ricky Gervais Gylfi Þór Sigurðsson valdi sitt uppáhaldsefni á tímum kórónuveirunnar og deildi því með stuðningsmönnum Everton á samfélagsmiðlum félagsins. Enski boltinn 12. maí 2020 12:00
Ensku félögin eiga vandasamt verkefni fyrir höndum að sannfæra áhyggjufulla leikmenn Daily Mail greinir frá því á vef sínum í morgun að næstu tveir dagar munu skera úr um það hvort að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar séu tilbúnir að byrja spila aftur á tímum kórónuveirunnar. Fótbolti 12. maí 2020 08:34
Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. Fótbolti 12. maí 2020 07:59
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. Fótbolti 12. maí 2020 07:31
Dagskráin í dag: Lokakvöldið í Equsana-deildinni, bestu pílukastarar heims og klassískir fótboltaleikir Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 12. maí 2020 06:00
Enn stefnt að því að Ísland mæti Englandi í haust Enn stendur til að Ísland mæti Englandi, Belgíu og Danmörku í haust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett mótahald um alla Evrópu úr skorðum. Fótbolti 11. maí 2020 21:00
Danir af stað hálfum mánuði á undan Íslendingum Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst að nýju, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 28. maí. Áætlað er að tímabilinu ljúki 29. júlí með úrslitaleik um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti 11. maí 2020 19:30
Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn 11. maí 2020 19:00
Souness vildi ekki fá Cantona til Liverpool Eric Cantona hefði getað farið til Liverpool en þáverandi knattspyrnustjóri liðsins, Greame Souness, vildi ekki fá hann. Enski boltinn 11. maí 2020 18:00
Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 11. maí 2020 17:38
„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Bergsveinn Ólafsson segir að ástríðin fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. Íslenski boltinn 11. maí 2020 15:57
Gamli Man United maðurinn varði framkomu Neymar og Mbappe Ander Herrera taldi sig þurfa að útskýra það betur af hverju stjörnur Paris Saint Germain fögnuðu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með því að gera grín að hinum norska Erling Braut Håland. Fótbolti 11. maí 2020 15:30
KSÍ tekur yfir hlut liðanna í ferðaþátttökugjaldi og innheimtir ekki skráningargjöld Til að létta undir með félögunum í landinu hefur Knattspyrnusamband Íslands ákveðið að taka yfir hlut þeirra í ferðaþátttökugjaldi á Íslandsmótinu 2020. Þá verða skráningargjöld ekki innheimt. Íslenski boltinn 11. maí 2020 15:00
Enn eitt áfallið í Bergamo á Ítalíu: Nítján ára leikmaður Atalanta lést Bergamo, heimaborg ítalska liðsins Atalanta, varð illa úti í baráttunni við kórónuveiruna og Atalanta menn hafa nú orðið fyrri enn einu áfallinu. Fótbolti 11. maí 2020 14:30