Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta

Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham fær heimsmeistara í markið

Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael greindist með Covid-19

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma

Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni

Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus

Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurftu að æfa inni og munu bera sorgarbönd á morgun

Leikmenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Bayer Leverkusen þurftu að æfa innandyra eftir sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag. Einn lést í sprengingunni og munu leikmenn liðsins bera sorgarband í æfingaleik sínum við Utrecht frá Hollandi á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Rashford líklega á leið í aðgerð

Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá KR í Kórdrengi

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Íslenski boltinn