Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 29. júlí 2021 20:02
Jón Dagur blóraböggullinn er AGF féll úr keppni Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fékk að líta tvö gul spjöld með átta mínútna millibili er lið hans AGF féll úr keppni í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 29. júlí 2021 19:15
Öruggt hjá Rosenborg gegn FH í Þrándheimi Rosenborg vann 4-1 sigur á FH í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Þrándheimi í kvöld. FH-ingar eru úr leik í keppninni eftir samanlagt 6-1 tap í einvíginu. Fótbolti 29. júlí 2021 18:50
West Ham fær heimsmeistara í markið Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Fótbolti 29. júlí 2021 18:30
Íslandsmeistararnir úr leik eftir tap í Noregi Íslandsmeistarar Vals voru slegnir út úr Sambandsdeild Evrópu af Noregsmeisturum Bodö/Glimt er liðin mættust í síðari leik einvígis síns í Noregi í kvöld. Norska liðið vann einvígið samanlagt 6-0. Fótbolti 29. júlí 2021 17:55
Mikael greindist með Covid-19 Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni. Fótbolti 29. júlí 2021 17:16
Mourinho fagnaði fyrstu verðlaunum Portúgals á ÓL vel og innilega Jorge Fonseca vann fyrstu verðlaun Portúgals á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Fótboltaþjálfarinn þekkti, José Mourinho, fagnaði árangri landa síns vel og innilega. Sport 29. júlí 2021 14:31
Sagður hafa boðið Liverpool Paul Pogba Það er mikill órói í kringum franska landsliðsmanninn Paul Pogba og framtíð hans hjá Manchester United er í miklu uppnámi. Enski boltinn 29. júlí 2021 14:00
Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97 Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið. Enski boltinn 29. júlí 2021 11:33
Solskjær: Man. United sannaði metnað sinn með því að kaupa Sancho og Varane Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er ánægður með kaup félagsins í sumar en Manchester United keypti enska landsliðsmanninn Jadon Sancho frá Borussia Dortmund og franska landsliðsmiðvörðinn Raphael Varane frá Real Madrid. Enski boltinn 29. júlí 2021 08:20
Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Fótbolti 29. júlí 2021 07:00
Sjáðu glæsilegt aukaspyrnumark Rúnars Más Rúnar Már Sigurjónsson skoraði stórglæsilegt mark í 2-0 sigri Cluj á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2021 23:00
Tíu leikmenn Vestra unnu Gróttu eftir ótrúlegan lokakafla Vestri vann 4-3 sigur á Gróttu í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Ísafirði. Sigurinn skýtur vestanmönnum upp í 4. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 2-2 | Dramatík fyrir norðan er Blikum mistókst að komast á toppinn Þór/KA batt í kvöld enda á sigurhrinu Íslandsmeistara Breiðabliks er liðin skildu jöfn 2-2 í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Breiðablik missti þar með af tækifæri til að komast á toppinn. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 22:25
Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 22:00
„Sá að hún sneri baki í mig og ákvað að láta smella honum í markið“ Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar þegar liðið sigraði Selfoss, 2-1, í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 2-1 | Úlfa skaut Stjörnukonum upp í 3. sætið Stjarnan komst upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 2-1 sigri á Selfossi á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 21:52
Fjölnir vann mikilvægan sigur gegn tíu Grindvíkingum Fjölnir vann 2-1 sigur á Grindavík í fyrri leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Leikurinn var báðum liðum mikilvægur í baráttunni um sæti á meðal þeirra bestu að ári. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 21:10
Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Fótbolti 28. júlí 2021 20:01
Rúnar Már skoraði og lagði upp er Cluj fór áfram Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Cluj frá Rúmeníu fór áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kjölfar sigurs á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2021 19:30
Viðar Ari á skotskónum í sigri Sandefjord Þrír Íslendingar voru í eldlínunni er fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Ari Jónsson var sá eini sem fagnaði sigri en hann skoraði í þokkabót. Fótbolti 28. júlí 2021 19:00
Búnar að jafna félagsmetið þótt að það séu enn sex leikir eftir Þróttarakonur hoppuðu upp um þrjú sæti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í gær eftir 3-0 sigur á Keflavík í Laugardalnum. Íslenski boltinn 28. júlí 2021 15:01
Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu. Fótbolti 28. júlí 2021 07:01
Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Fótbolti 27. júlí 2021 23:00
Umfjöllun: Þróttur - Keflavík 3-0 | Þróttur upp í þriðja sæti en fimmta tap Keflavíkur í röð Þróttur Reykjavík vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta sem fram fór á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þróttarar stökkva upp töfluna með sigrinum en ekkert gengur upp hjá Keflavík þessa dagana. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 22:45
Nik Chamberlain: Frábær leið til að byrja leikinn Þróttur R. unnu góðan 3-0 sigur á Keflvíkingum í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var sáttur í leikslok. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 22:15
Þurftu að æfa inni og munu bera sorgarbönd á morgun Leikmenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Bayer Leverkusen þurftu að æfa innandyra eftir sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag. Einn lést í sprengingunni og munu leikmenn liðsins bera sorgarband í æfingaleik sínum við Utrecht frá Hollandi á morgun. Fótbolti 27. júlí 2021 22:00
KR jafnaði í lokin á Akranesi Topplið KR náði naumlega í stig gegn ÍA er liðin gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna sem fram fór á Norðurálsvellinum á Akranesi. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 21:31
Rashford líklega á leið í aðgerð Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn. Fótbolti 27. júlí 2021 20:31
Frá KR í Kórdrengi Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 20:15