Hallgrímur um Hendrickx: Hann verður bara að svara fyrir það Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var sáttur við að lið hans hafi náð að hirða öll þrjú stigin á Greifavellinum í dag þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Hann var sæmilega sáttur við spilamennskuna en aðallega að hafa náð sigrinum. Íslenski boltinn 3. ágúst 2021 21:15
Ögmundur enn utan hóps og Sverrir Ingi sömuleiðis Hvorugur landsliðsmannana tveggja, Ögmundar Kristinssonar né Sverris Inga Ingasonar, voru í leikmannahópi sinna liða er þau kepptu í Evrópukeppnum karla í fótbolta í kvöld. Hvorugt liðanna fagnaði sigri. Fótbolti 3. ágúst 2021 20:56
Midtjylland þoldi stórtap án Mikaels Danska liðið Midtjylland tapaði 3-0 fyrir hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi danska liðsins vegna COVID-smits. Fótbolti 3. ágúst 2021 20:01
Skipti Romero til Tottenham sögð gott sem klár Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er við það að ganga frá kaupum á argentínska miðverðinum Cristian Romero frá Atalanta á Ítalíu. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem Lundúnafélagið fær frá ítalska liðinu í sumar. Fótbolti 3. ágúst 2021 19:30
Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku. Fótbolti 3. ágúst 2021 19:01
Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fótbolti 3. ágúst 2021 17:45
Inter hafnaði 85 milljóna punda tilboði Chelsea í Lukaku Ítalíumeistarar Inter höfnuðu tilboði Evrópumeistara Chelsea í belgíska framherjann Romelu Lukaku. Fótbolti 3. ágúst 2021 16:30
„Verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna Annan daginn í röð mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham nú þegar ein og hálf vika er í fyrsta leik á keppnistímabilinu. Enski boltinn 3. ágúst 2021 16:07
Stjóri Chelsea gæti spilað einum framherja sínum meira í vörninni í vetur Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bandaríski framherjinn Christian Pulisic sé opinn fyrir því að færa sig mun aftar á völlinn á þessu tímabili. Enski boltinn 3. ágúst 2021 15:46
Sjáðu enn eina markaveisluna sem Blikar buðu til Breiðablik bauð upp á enn eina markaveisluna á Kópavogsvelli þegar liðið sigraði Víking, 4-0, í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gær. Íslenski boltinn 3. ágúst 2021 15:01
Rannsaka slagsmál í flugvélinni á leiðinni heim frá Ólympíuleikunum Knattspyrnusamband Ástralíu og Rúgbýsamband Ástralíu eru komin af stað með rannsókn eftir að fréttir bárust af slagsmálum á milli liðsmanna tveggja landsliða þjóðarinnar á leið heim frá Ólympíuleikunum í Tókýó. Sport 3. ágúst 2021 14:30
Asensio kom Spánverjum í Ólympíuúrslit í fyrsta sinn í 21 ár Marco Asensio, leikmaður Real Madrid, skoraði eina mark leiksins þegar Spánn vann Japan, 0-1, í undanúrslitum fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Fótbolti 3. ágúst 2021 13:54
Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. Íslenski boltinn 3. ágúst 2021 12:01
Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eiga að hætta að gefa svona mörg „veik“ víti Það voru dæmd 125 víti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þeim mun væntanlega fækka talsvert á komandi leiktíð ef marka má fyrirmæli frá yfirmönnum dómaramála í Englandi. Enski boltinn 3. ágúst 2021 11:30
Brassar svalari á punktinum og komnir í úrslit á þriðju Ólympíuleikunum í röð Karlalið Brasilíu í fótbolta er komið í úrslit á þriðju Ólympíuleikunum í röð eftir sigur á Mexíkó, 4-1, í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var markalaus. Fótbolti 3. ágúst 2021 10:51
Breiðablik mætir Aberdeen á Laugardalsvelli Fyrri leikur Breiðabliks og Aberdeen í 3. umferð forkeppni forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Fótbolti 3. ágúst 2021 10:22
Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 22:13
Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 22:01
Segir viðræður við Messi vera að þokast í rétta átt Yfirgnæfandi líkur eru á því að Lionel Messi verði áfram hjá spænska stórveldinu Barcelona. Fótbolti 2. ágúst 2021 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 21:51
Ari og Ísak höfðu betur gegn Kolbeini og félögum Það var boðið upp á Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2. ágúst 2021 19:08
Ingibjörg og Sveindís á skotskónum í Íslendingaslag Íslendingaliðin Valerenga og Kristianstad mættust í æfingaleik í dag. Fótbolti 2. ágúst 2021 16:59
Blikar til Kýpur eða Aserbaídsjan? Dregið var í næstu umferðir Evrópukeppnanna í dag og þar kom í ljós hverjum Breiðablik gæti mætt, komist liðið áfram úr einvíginu við Aberdeen. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 16:42
Missti stöðu sína til Jon Flanagan og er nú mættur til KA Pepsi-Max deildarlið KA þéttir raðirnar fyrir lokasprettinn á Íslandsmótinu og sóttu norðanmenn sér liðsstyrk til Danmerkur í dag. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 15:46
Frækinn sigur Kanada - Mæta Svíum í úrslitum Fótboltalandslið Kanada og Svíþjóð munu mætast í úrslitaleik Ólympíuleikanna í kvennaflokki. Fótbolti 2. ágúst 2021 12:58
Kane skrópaði á æfingu Tottenham í morgun Harry Kane virðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að komast burt frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham í sumar. Enski boltinn 2. ágúst 2021 10:52
Segir ekki koma til greina að selja Xhaka Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir ekki koma til greina að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka verði seldur frá Lundúnarliðinu í sumar. Enski boltinn 2. ágúst 2021 10:01
Shevchenko hættur með Úkraínu Úkraínska knattspyrnugoðsögnin Andriy Shevchenko mun ekki halda áfram þjálfun úkraínska landsliðsins. Fótbolti 2. ágúst 2021 08:00
Sturlaðist á hliðarlínunni og var rekinn í sturtu í æfingaleik Það sauð allt upp úr á hliðarlínunni þegar Marseille og Villarreal mættust í æfingaleik á laugardagskvöld. Fótbolti 2. ágúst 2021 07:01
Dagskráin í dag - Stórleikur í Kópavogi Frídegi verslunarmanna verður fagnað með stórleik í Pepsi Max deild karla í fótbolta þar sem Breiðablik fær Víking í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld. Íslenski boltinn 2. ágúst 2021 06:01