Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Midtjylland þoldi stórtap án Mikaels

Danska liðið Midtjylland tapaði 3-0 fyrir hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi danska liðsins vegna COVID-smits.

Fótbolti
Fréttamynd

Skipti Romero til Tottenham sögð gott sem klár

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er við það að ganga frá kaupum á argentínska miðverðinum Cristian Romero frá Atalanta á Ítalíu. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem Lundúnafélagið fær frá ítalska liðinu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku.

Fótbolti