
Amorim og Rashford talast ekki við
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, og Marcus Rashford, leikmaður liðsins, talast ekki lengur við.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, og Marcus Rashford, leikmaður liðsins, talast ekki lengur við.
Lykilmaður Liverpool fékk skilaboð frá æðri máttarvöldum löngu áður en dyrnar til Liverpool opnuðust. Í kvöld mætir hann sínu gamla félagi.
Stuðningsmenn Arsenal þurfa annað árið í röð að horfa á eftir efnilegum leikmanni yfir til Manchester United.
Loksins góðar fréttir af Manchester United segja sumir en nú er kominn einhver gangur í stærsta verkefni félagsins sem er að byggja nýjan leikvang á Old Trafford svæðinu.
Stjórinn Arne Slot nýtur þeirra forréttinda að geta veitt öllum helstu stjörnum Liverpool hvíld annað kvöld, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og ætlar að nýta sér það.
Jón Daði Böðvarsson heldur áfram að fara á kostum með sínu nýja liði Burton Albion en hann skoraði í dísætum 3-2 sigri gegn Reading í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld.
Manchester United er að ganga frá kaupum á danska vængbakverðinum Patrick Dorgu frá Lecce á Ítalíu.
Enska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka þriggja leikja bannið sem til stóð að Myles Lewis-Skelly f engi eftir rauða spjaldið sem hann hlaut í leiknum gegn Wolves um helgina.
Michael Oliver dæmir leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi þrátt fyrir að hafa fengið morðhótanir eftir að hafa rekið Myles Lewis-Skelly, leikmann Arsenal, af velli í leik gegn Wolves á laugardaginn.
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir Marcus Rashford muni líklega ekki spila aftur fyrir liðið eftir nýjustu ummæli knattspyrnustjórans Rubens Amorim um framherjann.
Breska lögreglan hefur hafið rannsókn á því hvernig óprúttnir aðilar komust yfir fjölda símanúmera hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Tæp vika er þar til enski félagaskiptaglugginn lokar. Nú þegar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni eytt meira en tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var í janúar í fyrra.
Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi.
Varnarmaðurinn Axel Disasi er sagður hafa náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa í tengslum við fyrirhuguð félagaskipti frá Chelsea. Fleiri félög í úrvalsdeildinni eru áhugasöm um Frakkann öfluga.
Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með liði Lille á leiktíðinni. Í leik gegn Nice í frönsku deildinni á dögunum voru njósnarar enskra stórliða í stúkunni að fylgjast með.
Xabi Alonso og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen sitja í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og eru sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Spánverjinn klóki vill styrkja liðið og hefur augastað á leikmanni Manchester City.
Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við.
Iliman Ndiaye var hetja Everton gegn Brighton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann skoraði eina mark leiksins og fékk gult spjald fyrir að fagna því á óviðeigandi hátt að mati dómarans.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi mikið tala við fyrrum lærisvein sinn út á vellinum eftir leikinn hjá City og Chelsea um helgina og það fyrir framan allar myndavélarnar. Manchester United goðsögnin Gary Neville var ekki hrifinn.
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, svaraði hreint út spurningu um Marcus Rashford og fjarveru hans á blaðamannafundi, eftir 1-0 sigur United á Fulham í gær.
„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra.
Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.
Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park.
Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni.
Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli.
Skytturnar hans Mikel Arteta unnu gríðarlega mikilvægan útisigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni.
Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.