Fabregas sáttur hjá Arsenal Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ánægður í röðum liðsins. Hann segist vilja vera áfram í Lundúnum. Enski boltinn 4. júlí 2007 12:58
Ívar framlengir við Reading Enska úrvalsdeildarfélagið Reading tilkynnti í dag að það hefði náð samkomulagi við fjóra af leikmönnum sínum um að framlengja samninga sína. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson sem er nú samningsbundinn Reading til ársins 2010. Þá framlengdu þeir James Harper, Shane Long og Simon Cox einnig samninga sína við félagið. Enski boltinn 4. júlí 2007 12:54
Torres stóðst læknisskoðun Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool og verður kynntur til sögunnar á morgun sem nýr leikmaður liðsins. Sagt er að kaupvirðið sé 26,5 milljónir punda eða 3,35 milljarðar króna og að leikmaðurinn muni skrifa undir sex ára samning við þá rauðu eftir að hafa spilað allan sinn feril með Atletico Madrid á Spáni. Enski boltinn 3. júlí 2007 19:03
Eggert Magnússon: Gott að þessu er lokið Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, sagðist ánægður í dag þegar í ljós kom að West Ham héldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir að kröfu Sheffield United vegna Carlos Tevez var vísað frá. Forráðamenn United vildu að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir fall á þeim grunni að West Ham hefði teflt fram ólölgleum leikmanni í vor. Enski boltinn 3. júlí 2007 16:39
Sheffield United fær ekki sæti í úrvalsdeild Sheffield United mun ekki fá sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að beiðni þeirra um að stig yrðu dregin af West Ham var vísað frá í dag. Forráðamenn Sheffield United leituðu réttar síns því þeim þótti West Ham hafa teflt Argentínumanninum Carlos Tevez fram ólöglega á síðustu leiktíð. Enski boltinn 3. júlí 2007 13:42
Stjóri Derby framlengir Billy Davies, stjóri Derby County, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn Derby til ársins 2010. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í vor en orðrómur hafði verið uppi um að nýr maður yrði fenginn til að taka við liðinu. Skotinn Davies hefur verið í brúnni hjá Derby síðan 2006 þegar hann kom frá Preston. Enski boltinn 3. júlí 2007 12:04
Geremi á leið til Newcastle Miðjumaðurinn Geremi hefur samþykkt að ganga í raðir Newcastle frá Chelsea á frjálsri sölu og á nú aðeins eftir að fá atvinnuleyfi svo að af félagskiptunum geti orðið. Geremi er 28 ára gamall landsliðsmaður Kamerún og hefur verið í röðum Chelsea frá árinu 2003. Enski boltinn 3. júlí 2007 11:53
Tevez-málið útkljáð á morgun? Síðdegis á morgun mun úrskurðarnefnd tilkynna úrskurð sinn í máli Sheffield United gegn West Ham. Eins og kunnugt er voru forráðamenn Sheffield United ósáttir við að ekki hafi verið dregin stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumanninum Carlos Tevez. Enski boltinn 2. júlí 2007 20:03
Blackburn kaupir ungan hollending Forráðamenn Blackburn Rovers hafa staðfest að félagið sé búið að landa hollenska framherjanum Maceo Rigters frá NAC Breda. Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en það er talið vera undir einni milljón punda vegna klásúlu sem Rigters var með í samningi sínum við félagið. Enski boltinn 2. júlí 2007 19:25
Luis Garcia nálgast Atletico Madrid Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, er alveg að því kominn að skrifa undir samning við Atletico Madrid í heimalandi sínu. Umboðsmaður hans staðfestir þetta. „Við erum að vinna í því að Garcia fari frá Liverpool til Atletico," sagði hinn 29 ára umboðsmaður, Manuel Garcia Quillon við PA sport. Enski boltinn 2. júlí 2007 16:26
Fowler á milli starfa Robbie Fowler hefur viðurkennt að hann hafi ekki fengið nein tilboð eftir að hafa yfirgefið Liverpool í vor. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, sá ekki ástæðu til að bjóða Fowler nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi skorað 7 mörk á síðasta tímabili. Enski boltinn 2. júlí 2007 14:11
O´Neill vill kaupa Wright-Phillips Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur endurnýjað áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea. O´Neill reyndi að fá Wright-Phillips á lánssamningi í janúar en það samþykktu forráðamenn Chelsea ekki. Chelsea hefur gefið út að leikmaðurinn sé falur fyrir tíu milljónir punda. Enski boltinn 1. júlí 2007 20:27
West Ham kaupir Faubert West Ham hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á franska landsliðsmanninum Julien Faubert fyrir 6,1 milljón punda frá Bordeaux. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir 5 ára samning við félagið og er þar af leiðandi annar leikmaðurinn sem að Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, fær til liðsins í sumar. Enski boltinn 1. júlí 2007 17:18
Kamara samþykkir að fara til Fulham - Heiðar til W.B.A? Samkvæmt Skysports.com hefur Diomansy Kamara samþykkt að ganga til liðs við Fulham frá West Bromwich Albion. Fulham hefur verið á eftir leikmanninum síðasta mánuðinn og eftir að fyrsta tilboði þeirra var hafnað buðu þeir 4 milljónir punda auk þess að Heiðar Helguson myndi ganga til liðs við West Brom. Enski boltinn 1. júlí 2007 16:43
Klinsmann hafnaði Chelsea í sumar Þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi hafnað tækifæri til að taka við Chelsea í sumar. Klinsmann hefur búið í Kaliforníu síðan hann kom þýska landsliðinu í undanúrslit á HM í Þýskalandi árið 2006. Enski boltinn 1. júlí 2007 15:16
Lampard hafnar ofursamning frá Chelsea Samkvæmt heimildum News of the World hefur enski leikmaðurinn, Frank Lampard, hafnað risasamningstilboði frá Chelsea. Samkvæmt þessum heimildum hefði Lampard fengið hærri laun en Michael Ballack og Andriy Shevchenko, en þeir eru launahæstir hjá félaginu með 121 þúsund pund á viku. Enski boltinn 1. júlí 2007 14:18
Hargreaves skrifar undir hjá United Owen Hargreaves hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester United. Englandsmeistararnir staðfestu það í lok maí að félagið hefði náð samningum við Bayern Munchen um kaup á leikmanninum. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda. Enski boltinn 1. júlí 2007 14:02
Real Madrid á eftir Robben Real Madrid hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á að kaupa hollendinginn Arjen Robben frá Chelsea. Robben hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistarana síðustu viku. Fótbolti 30. júní 2007 19:44
Soutgate vill fá Grétar Rafn Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur. Enski boltinn 30. júní 2007 16:50
Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið. Enski boltinn 30. júní 2007 15:17
Heiðar Helguson til W.B.A? Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi. Enski boltinn 30. júní 2007 15:05
Forlan til Atletico Madrid Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning. Enski boltinn 30. júní 2007 14:10
United fær atvinnuleyfi fyrir Anderson Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir brasilíska miðjumanninn Anderson sem greiðir leiðina fyrir félagaskiptum hans frá Porto. Fyrri umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir leikstjórnandann knáa var hafnað á þeim grundvelli að Anderson hefði ekki leikið nógu marga leiki fyrir brasilíska landsliðið eins reglur kveða á um. Enski boltinn 29. júní 2007 16:48
Newcastle sagt falast eftir Eiði Smára Enskir miðlar greina frá því að Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri Newcastle, sé nú staddur í Barcelona þar sem hann reyni að tryggja sér starfskrafta Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Enski boltinn 29. júní 2007 11:51
Darren Bent til Tottenham Darren Bent er kominn til Tottenham fyrir 16,5 milljón punda. Þetta var staðfest í morgun. Bent er 23 ára og hefur spilað fyrir Charlton síðastliðin ár. Hann á tvo landsleiki að baki fyrir England. Bent hafnaði því nýverið að fara til Íslendingafélagsins West Ham. Fótbolti 29. júní 2007 10:05
Tottenham sagt ganga að kröfum Charlton Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi nú gengið að kröfum Charlton um kaupverð á framherjanum Darren Bent. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður mun fara í læknisskoðun á morgun og skrifar væntanlega undir samning við Tottenham á morgun. Enski boltinn 28. júní 2007 18:44
Sissoko framlengir við Liverpool Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Malímaðurinn er 22 ára gamall og gekk í raðir Liverpool frá Valencia fyrir rúmar 5 milljónir punda árið 2005. Hann á að baki 71 leik með liðinu en hefur enn ekki náð að skora mark fyrir þá rauðu. Enski boltinn 28. júní 2007 16:50
Ljungberg vill vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg ætlar ekki að fara frá Arsenal að sögn umboðsmanns leikmannsins. Ljungberg er þrítugur og hefur vakið áhuga liða víða á Englandi en hann átti við meiðsli að stríða síðasta vetur. "Freddie er samningsbundinn Arsenal til 2009 og hefur ekki áhuga á að fara frá félaginu," sagði umboðsmaðurinn. Enski boltinn 28. júní 2007 11:24
Tottenham nálægt samkomulagi um Darren Bent Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að nú styttist í að Tottenham muni landa framherjanum Darren Bent frá Charlton. Kaupverðið er sagt um 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla landsliðsmann og sagt er að félögin hafi komist að málamiðlun um kaupverðið í gær. Charlton vildi fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Liverpool hefur einnig verið orðað við Bent en hefur beint sjónum sínum að Fernando Torres. Enski boltinn 28. júní 2007 11:08
Chelsea að bjóða í Malouda? Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi gert 12 milljón punda kauptilboð í vængmanninn Florent Malouda hjá Lyon. Malouda hefur lengi verið orðaður við Chelsea og vitað er að Jose Mourinho hefur lengi haft augastað á hinum 27 ára gamla landsliðsmanni Frakka. Enski boltinn 27. júní 2007 16:37