Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    West Brom á leið upp

    West Bromwich Albion er nánast komið í ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir að hafa gert aðeins jafntefli við Soputhampton í kvöld. Southampton er í fallsæti en Leicester er sæti ofar á betri markatölu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ballack: Eigum góða möguleika

    Michael Ballack, leikmaður Chelsea, er nokkuð bjartsýnn á að hans lið standi uppi sem Englandsmeistari í lok leiktíðar. Ballack rifjar upp þegar hann var í Bayer Leverkusen og lið hans missti af titlinum í lokaumferð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham að bjóða í Robert Green?

    Forráðamenn Tottenham eru að íhuga að gera West Ham feitt tilboð í enska markvörðinn Robert Green í sumar ef marka má frétt News of the World í dag. Green var keyptur á aðeins 2 milljónir frá Norwich á sínum tíma og hefur staðið sig ágætilega með Hömrunum í vetur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson að skoða Wiese?

    Breska blaðið News of the World heldur því fram að útsendarar Manchester United hafi verið að skoða þýska markvörðinn Tim Wiese hjá Werder Bremen. Wiese hefur verið líkt við Oliver Kahn, en á það til að gera slæm mistök eins og sást í Meistaradeildinni bæði í ár og í fyrra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho ekki boðið að taka við Liverpool

    Forráðamenn DIC, fjárfestanna sem orðaðir hafa verið við kaup á Liverpool, hafa neitað fregnum sem spurðust út í dag þar sem því var haldið fram að þeir hefðu boðið Jose Mourinho að taka við starfi knattspyrnustjóra ef þeir keyptu félagið af núverandi eigendum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Santa Cruz tryggði Blackburn sigur

    Framherjinn Roque Santa Cruz tryggði Blackburn 1-0 sigur á Portsmouth á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tapið setur strik í reikninginn hjá Portsmouth í keppninni um fimmta sætið í deildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez klippti saman bestu tilþrif Drogba

    Rafa Benitez hefur talsverðar áhyggjur af Didier Drogba fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni, en ekki bara því að hann eigi eftir að skora mörk. Benitez hefur þannig tekið saman sérstakt myndband með leikrænum tilþrifum Fílstrendingsins og ætar að sýna varnarmönnum sínum afraksturinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enski í dag: Drama á botninum

    Mikil dramatík var í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem segja má að Fulham hafi stolið senunni rækilega. Liðið náði sér í gríðarlega mikilvæg stig í fallslagnum með 3-2 útisigri á Manchester City eftir að hafa lent undir 2-0.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Grant heldur enn í vonina

    Avram Grant, stjóri Chelsea, gaf tilfinningunum lausan tauminn í dag þegar lið hans lagði Manchester United í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir vel mögulegt að Manchester United verði á í messunni í síðustu tveimur leikjunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea lagði United í fjörugum leik

    Chelsea vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Manchester United í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og þar með eru liðin orðin jöfn með 81 stig á toppnum. Michael Ballack var hetja þeirra bláklæddu í dag og skoraði bæði mörk heimamanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham kaupir króatískan landsliðsmann

    Tottenham hefur gengið frá kaupum á króatíska miðjumanninum Luka Modric frá Dinamo Zagreb fyrir rúmar 15 milljónir punda. Modric þessi er 22 ára gamall og hefur verið orðaður við m.a. Chelsea og Arsenal, en hann á þegar að baki 20 landsleiki þrátt fyrir ungan aldur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea yfir í hálfleik

    Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þýðingarmiklum leik liðanna á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn