Sven vill lítið tjá sig um stöðu sína Sven-Göran Eriksson vill ekkert gefa upp um stöðu sína hjá Manchester City í ljósi frétta dagsins, þar sem breska ríkissjónvarpið fullyrti að hann yrði rekinn í sumar. Enski boltinn 29. apríl 2008 17:27
Michael Ballack er leikmaður 36. umferðar Michael Ballack skoraði bæði mörk Chelsea í 2-1 sigri liðsins á Manchester United um helgina og er leikmaður 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 29. apríl 2008 15:31
Modric samdi til sex ára Tottenham hefur staðfest að félagið hefur samið við króatíska landsliðsmanninn Luka Modric til næstu sex ára. Enski boltinn 29. apríl 2008 13:54
„Evra var kallaður innflytjandi“ Talið er að Manchester United hafi sagt í skýrslu sinni til enska knattspyrnusambandsins að Patrice Evra hafi verið kallaður innflytjandi. Enski boltinn 29. apríl 2008 11:07
Eriksson verður rekinn frá City Fréttastofa BBC heldur því fram á vefútgáfu sinni í dag að Sven-Göran Eriksson verði ekki knattspyrnustjóri Manchester City á næstu leiktíð. Enski boltinn 29. apríl 2008 10:09
West Brom á leið upp West Bromwich Albion er nánast komið í ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir að hafa gert aðeins jafntefli við Soputhampton í kvöld. Southampton er í fallsæti en Leicester er sæti ofar á betri markatölu. Enski boltinn 28. apríl 2008 23:00
Arsenal bauð til veislu á Pride Park Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með Derby í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal vann 6-2 sigur á útivelli og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Enski boltinn 28. apríl 2008 20:54
Capello útskýrir erfiðasta hluta starfs síns Fabio Capello segir að það erfiðasta við hans starf sé að reyna að finna út hvers vegna enskir leikmenn standi sig ekki jafnvel með landsliðinu eins og þeir gera með félagsliði sínu. Enski boltinn 28. apríl 2008 20:34
Andy Johnson ánægður hjá Everton og ekki á förum Andy Johnson, sóknarmaður Everton, neitar þeim fréttum að hann sé á leið frá félgainu. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Newcastle og Manchester City. Enski boltinn 28. apríl 2008 17:42
Ballack: Eigum góða möguleika Michael Ballack, leikmaður Chelsea, er nokkuð bjartsýnn á að hans lið standi uppi sem Englandsmeistari í lok leiktíðar. Ballack rifjar upp þegar hann var í Bayer Leverkusen og lið hans missti af titlinum í lokaumferð. Enski boltinn 28. apríl 2008 17:17
Leikmenn styðja Eriksson Michael Ball segir að Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, njóti fulls stuðnings leikmanna liðsins. Enski boltinn 28. apríl 2008 16:30
Myndband af slagsmálunum á Brúnni Smelltu hér til að sjá myndband af slagsmálunum sem brutust út að loknum leik Chelsea og Manchester United um helgina. Enski boltinn 28. apríl 2008 15:05
Brynjar Björn spilar með varaliðinu í kvöld Brynjar Björn Gunnarsson mun í kvöld spila með varaliði Reading og ef vel gengur gæti hann spilað með aðalliði Reading um helgina. Enski boltinn 28. apríl 2008 13:24
Kaka falur fyrir átta milljarða Daily Mirror hefur eftir Adriano Galliani, forseta AC Milan, að Brasilíumaðurinn Kaka sé falur fyrir 55 milljónir punda eða átta milljarða króna. Enski boltinn 28. apríl 2008 11:38
Ronaldo leikmaður ársins Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi kjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum atvinnuknattspyrnumanna í Englandi. Enski boltinn 28. apríl 2008 10:00
Tottenham að bjóða í Robert Green? Forráðamenn Tottenham eru að íhuga að gera West Ham feitt tilboð í enska markvörðinn Robert Green í sumar ef marka má frétt News of the World í dag. Green var keyptur á aðeins 2 milljónir frá Norwich á sínum tíma og hefur staðið sig ágætilega með Hömrunum í vetur. Enski boltinn 27. apríl 2008 22:00
Ferguson að skoða Wiese? Breska blaðið News of the World heldur því fram að útsendarar Manchester United hafi verið að skoða þýska markvörðinn Tim Wiese hjá Werder Bremen. Wiese hefur verið líkt við Oliver Kahn, en á það til að gera slæm mistök eins og sást í Meistaradeildinni bæði í ár og í fyrra. Enski boltinn 27. apríl 2008 20:15
Mourinho ekki boðið að taka við Liverpool Forráðamenn DIC, fjárfestanna sem orðaðir hafa verið við kaup á Liverpool, hafa neitað fregnum sem spurðust út í dag þar sem því var haldið fram að þeir hefðu boðið Jose Mourinho að taka við starfi knattspyrnustjóra ef þeir keyptu félagið af núverandi eigendum. Enski boltinn 27. apríl 2008 19:00
Átökin á Stamford Bridge til rannsóknar Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að fá myndbandsupptökur af átökunum sem urðu milli varamanna Manchester United og starfsmanna Chelsea á Stamford Bridge eftir leik liðanna í gær. Enski boltinn 27. apríl 2008 18:34
Mikill hasar á Goodison Park Mikill hasar var á lokamínútunum í leik Everton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Svo fór að liðin skildu jöfn 2-2 í hörkuleik. Enski boltinn 27. apríl 2008 18:04
Santa Cruz tryggði Blackburn sigur Framherjinn Roque Santa Cruz tryggði Blackburn 1-0 sigur á Portsmouth á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tapið setur strik í reikninginn hjá Portsmouth í keppninni um fimmta sætið í deildinni. Enski boltinn 27. apríl 2008 14:43
Benitez klippti saman bestu tilþrif Drogba Rafa Benitez hefur talsverðar áhyggjur af Didier Drogba fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni, en ekki bara því að hann eigi eftir að skora mörk. Benitez hefur þannig tekið saman sérstakt myndband með leikrænum tilþrifum Fílstrendingsins og ætar að sýna varnarmönnum sínum afraksturinn. Enski boltinn 27. apríl 2008 13:53
Leikmenn United í handalögmálum við starfsmenn Chelsea Til átaka kom milli varamanna Manchester United og vallarstarfsmanna Chelsea eftir leik liðanna á Stamford Bridge í dag. Enski boltinn 26. apríl 2008 19:42
Ferguson: Vítaspyrnudómurinn var fáránlegur Sir Alex Ferguson segir að vítaspyrnudómurinn sem réði úrslitum í leik Chelsea og Manchester United í dag hafi verið fáránlegur. Enski boltinn 26. apríl 2008 19:18
Enski í dag: Drama á botninum Mikil dramatík var í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem segja má að Fulham hafi stolið senunni rækilega. Liðið náði sér í gríðarlega mikilvæg stig í fallslagnum með 3-2 útisigri á Manchester City eftir að hafa lent undir 2-0. Enski boltinn 26. apríl 2008 15:57
Grant heldur enn í vonina Avram Grant, stjóri Chelsea, gaf tilfinningunum lausan tauminn í dag þegar lið hans lagði Manchester United í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir vel mögulegt að Manchester United verði á í messunni í síðustu tveimur leikjunum. Enski boltinn 26. apríl 2008 15:38
Chelsea lagði United í fjörugum leik Chelsea vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Manchester United í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og þar með eru liðin orðin jöfn með 81 stig á toppnum. Michael Ballack var hetja þeirra bláklæddu í dag og skoraði bæði mörk heimamanna. Enski boltinn 26. apríl 2008 13:45
Tottenham kaupir króatískan landsliðsmann Tottenham hefur gengið frá kaupum á króatíska miðjumanninum Luka Modric frá Dinamo Zagreb fyrir rúmar 15 milljónir punda. Modric þessi er 22 ára gamall og hefur verið orðaður við m.a. Chelsea og Arsenal, en hann á þegar að baki 20 landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Enski boltinn 26. apríl 2008 12:42
Chelsea yfir í hálfleik Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þýðingarmiklum leik liðanna á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26. apríl 2008 12:35
Mourinho er til í að snúa aftur til Englands Jose Mourinho segist ekki útiloka að snúa aftur til Englands á næstu leiktíð, en þvertekur fyrir að vera búinn að lofa að taka að sér þjálfun Inter á Ítalíu. Enski boltinn 25. apríl 2008 21:38