Enski boltinn

Brynjar Björn spilar með varaliðinu í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading.
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading. Nordic Photos / Getty Images

Brynjar Björn Gunnarsson mun í kvöld spila með varaliði Reading og ef vel gengur gæti hann spilað með aðalliði Reading um helgina.

Brynjar hefur verið frá síðan í janúar vegna nárameiðsla en Reading á í harðri fallbaráttu og mætir Tottenham um helgina.

Hann var fastamaður í byrjunarliði Reading framan af móti og yrði góð viðbót við leikmannahópinn ef hann verður heill um helgina.

Brynjar kom við sögu í fyrstu nítján leikjum tímabilsins hjá Reading og var í byrjunarliðinu í sautján þeirra.

Hann fékk að líta rauða spjaldið í leik West Ham og Reading á öðrum degi jóla og lék svo allan leikinn gegn Aston Villa í janúar eftir að hann tók út þriggja leikja bann. En síðan þá hefur hann ekkert komið við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×