Enski boltinn

Modric samdi til sex ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luka Modric fylgdist með leik Tottenham og Bolton um helgina.
Luka Modric fylgdist með leik Tottenham og Bolton um helgina. Nordic Photos / AFP
Tottenham hefur staðfest að félagið hefur samið við króatíska landsliðsmanninn Luka Modric til næstu sex ára.

Tottenham greiðir 21 milljón evra á næstu fjórum árum fyrir Modric, um 2,4 milljarða króna. Þetta er þó allt háð því að Modric fái atvinnuleyfi í Englandi en það ætti ekki að vera mikið vandamál þar sem hann hefur verið fastamaður í króatíska landsliðinu undanfarið þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur nú með Dinamo Zagreb í heimalandinu og kemur til Tottenham í sumar.

„Það verður mér mikið ánægjuefni að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Modric. „Þetta er besta deildin í Evrópu enda þrjú ensk lið í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu."

Landsliðsþjálfari Króatíu, Slavan Bilic, efast heldur ekki um að Modric muni slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham.

Juande Ramos hefur boðið Modric velkominn til White Hart Lane en viðurkenndi um leið að Dimitar Berbatov gæti verið á leið frá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×