Enski boltinn

Ronaldo leikmaður ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi kjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum atvinnuknattspyrnumanna í Englandi.

Þetta er annað árið í röð sem Ronaldo hlýtur þessa viðurkenningu en hann hefur farið á kostum á leiktíðinni og skorað 38 mörk í öllum keppnum.

„Ég er mjög hamingjusamur," sagði Ronaldo. „Þetta er mikill heiður og ánægjuefni."

Cesc Fabregas var kjörinn besti ungi leikmaður deildarinnar en Ronaldo var einnig tilnefndur í þeim flokki.

Ronaldo kaus sjálfur Emmanuel Adebayor, leikmann Arsenal. „Ég kaus Adebayor því mér finnst hann hafa átt frábært tímabil. En mörgum leikmönnum gekk vel í ár, eins og Torres og Fabregas. En ég held að ég hafi átt skilið að vinna," sagði hann.

Þá var lið ársins einnig tilkynnt:

Markvörður: David James (Portsmouth)

Vörn: Bacary Sagna (Arsenal), Rio Ferdinand (Manchester United), Nemanja Vidic (Manchester United), Gael Clichy (Arsenal).

Miðja: Steven Gerrard (Liverpool), Cesc Fabregas (Arsenal), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Ashley Young (Aston Villa).

Sókn: Emmanuel Adebayor (Arsenal), Fernando Torres (Liverpool).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×