Enski boltinn

Ballack: Eigum góða möguleika

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ballack með John Obi Mikel.
Ballack með John Obi Mikel.

Michael Ballack, leikmaður Chelsea, er nokkuð bjartsýnn á að hans lið standi uppi sem Englandsmeistari í lok leiktíðar. Ballack rifjar upp þegar hann var í Bayer Leverkusen og lið hans missti af titlinum í lokaumferð.

„Staðan minnir mig mikið á það þegar við vorum á toppnum árið 2000. Við vorum með þriggja stiga forystu forystu fyrir lokaumferðina en töpuðum og Bayern München tók titilinn," sagði Ballack.

„Pressan er klárlega á Manchester United. Það voru flestir sem bjuggust við að þeir myndu klára þetta en eftir úrslitin um síðustu helgi er þetta orðið opið og allt getur gerst."

Chelsea verður að vinna sína leiki og vona að United misstígi í þessum tveimur umferðum sem eftir eru. United er með mun betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×