Enski boltinn

Santa Cruz tryggði Blackburn sigur

Santa Cruz fagnar 21. marki sínu í vetur
Santa Cruz fagnar 21. marki sínu í vetur NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Roque Santa Cruz tryggði Blackburn 1-0 sigur á Portsmouth á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tapið setur strik í reikninginn hjá Portsmouth í keppninni um fimmta sætið í deildinni.

Hermann Hreiðarsson tók út leikbann hjá Portsmouth í dag en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar með 57 stig og Blackburn er nú í því áttunda með 55 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×