Enski boltinn

Leikmenn United í handalögmálum við starfsmenn Chelsea

NordcPhotos/GettyImages

Til átaka kom milli varamanna Manchester United og vallarstarfsmanna Chelsea eftir leik liðanna á Stamford Bridge í dag.

Nokkrir af varamönnum Manchester United voru þar að hita sig niður eftir leikinn þegar til orðaskipta kom milli þeirra og starfsmanna Chelsea.

Sagan segir að starfsmenn hafi beðið leikmenn United að færa sig, en það gekk ekki betur en það að Patrice Evra og einn af starfsmönnunum lentu í handalögmálum.

Átökin voru fljótlega brotin á bak aftur, en á meðal þeirra sem voru viðstaddir voru fyrirliðinn Gary Neville, Evra, Paul Scholes, Gerard Pique, Ji Sung Park og John O´Shea svein einhverjir séu nefndir.

Átökin blossuðu reyndar upp aftur eftir að búið var að stía mönnum í sundur, en enginn ku hafa fengið á snúðinn við þessa sérstöku uppákomu - sem gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×