Enski boltinn

„Evra var kallaður innflytjandi“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra við upphaf slagsmálanna á laugardaginn.
Patrice Evra við upphaf slagsmálanna á laugardaginn. Nordic Photos / Getty Images
Talið er að Manchester United hafi sagt í skýrslu sinni til enska knattspyrnusambandsins að Patrice Evra hafi verið kallaður innflytjandi.

Evra lenti í útistöðum við starfsmenn Chelsea er hann var að kæla sig niður eftir leik United og Chelsea um helgina ásamt nokkrum félögum sínum í liði United. Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun United halda því fram að Evra hafi verið kallaður „helvítis innflytjandi".

Þeir leikmenn sem voru með Evra þegar þetta átti sér stað voru Paul Scholes, Gerard Piqué, Gary Nevilla og John O'Shea. The Times greinir frá því einnig í dag að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, og Franco Bladini, aðstoðarmaður hans, hafi einnig orðið vitni að atvikinu.

Það má búast við því að flestir þessara manna verði kallaðir fyrir sem vitni í rannsókn enska knattspyrnusambandsins á atvikinu.

Chelsea hefur ítrekað neitað því að Evra var beittur kynþáttahatri af starfsmanni félagsins. Það hefur enn fremar lofað því að reka hvern þann sem verður uppvís að slíkri hegðun.

Enska knattspyrnusamabandið skoðaði myndband af atvikinu í gær og skrifaði félögunum bréf þar sem þeim er gefinn vikufrestur til að skila inn skýrslu um atvikið. Það gefur báðum félögum rými til að einbeita sér að viðureignum liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×