Enski boltinn

Leikmenn styðja Eriksson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City.
Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Michael Ball segir að Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, njóti fulls stuðnings leikmanna liðsins.

City hefur ekki gengið eins vel eftir áramót og í haust og á liðið litla möguleika á Evrópusæti. Liðið hefur aðeins unnið sex leiki af síðustu nítján.

Eriksson ræddi um helgina við eiganda City, Thaksin Shianawatra sem hefur neitað að gefa út nokkuð um framtíð Eriksson hjá félaginu.

„Allir leikmenn styðja hann heilshugar," sagði Ball. „Okkur líkar við starfsaðferðir hans, æfingarnar hans og hvernig hann skipuleggur leik liðsins."

„Ef félagið vill bæta sig þarf að halda þjálfaraliðinu hjá félaginu og bæta við nokkrum leikmönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×