Enski boltinn

Sven vill lítið tjá sig um stöðu sína

NordcPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson vill ekkert gefa upp um stöðu sína hjá Manchester City í ljósi frétta dagsins, þar sem breska ríkissjónvarpið fullyrti að hann yrði rekinn í sumar.

"Ég átti fund með Dr. Thaksin og hans mönnum á sunnudagsmorguninn en ég vil ekki vera að tjá mig um það nú þegar aðeins tveir leikir eru eftir af tímabilinu," sagði Eriksson í samtali við Manchester Evening News.

"Við ætlum ekki að funda meira fyrr en tímabilið er búið. Mér þykir vænt um að njóta stuðnings stuðningsmanna félagsins og ég hef fundið fyrir honum alveg síðan ég tók við. Ég er þeim mjög þakklátur. Núna erum við hinsvegar aðeins að einbeita okkur að því að leggja Liverpool á sunnudaginn," sagði Svíinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×