Enski boltinn

Arsenal bauð til veislu á Pride Park

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Arsenal fagna.
Leikmenn Arsenal fagna.

Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með Derby í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal vann 6-2 sigur á útivelli og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri.

Emmanuel Adebayor fékk að eiga boltann eftir leikinn en hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum.

Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir í leiknum en Jay McEveley jafnaði. Robin van Persie kom Arsenal aftur yfir og Adebayor bætti svo við marki áður en Robert Earnshaw minnkaði muninn í 3-2.

En The Walcott skoraði laglegt mark og jók forystuna á ný. Tvö síðustu mörk leiksins komu síðan frá Adebayor og Arsenal bætti enn á kvalir Derby sem er löngu fallið úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×