Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Erlent 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Erlent 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Erlent 13. ágúst 2020 23:32
Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. Erlent 13. ágúst 2020 11:36
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. Erlent 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. Erlent 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Erlent 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. Erlent 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Erlent 10. ágúst 2020 20:40
Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Erlent 10. ágúst 2020 06:56
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Erlent 9. ágúst 2020 23:39
Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Erlent 9. ágúst 2020 20:27
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Erlent 9. ágúst 2020 15:30
Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Erlent 31. júlí 2020 15:56
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Erlent 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Erlent 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. Erlent 14. júlí 2020 23:58
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Erlent 14. júlí 2020 15:14
Helsti andstæðingur Lúkasjenkó handtekinn í aðdraganda kosninga Lögregla í Hníta-Rússlandi hefur handtekið helsta andstæðing Alexander Lúkasjenkó forseta, en forsetakosningar eru fyrirhugaðar í landinu í ágúst. Erlent 19. júní 2020 08:24
Bate tryggði fjórða sigurinn í röð eftir að Willum var skipt inn á Willum Þór Willumsson spilaði í rúmlega tuttugu mínútur er Bate Borisov vann 5-3 sigur á FC Smolevichi í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 10. maí 2020 16:50
Willum Þór lék allan tímann er BATE vann þriðja leikinn í röð Enn er leikið í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi og Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í öruggum 3-1 sigri BATE Borisov á Neman Grodno í dag. Fótbolti 3. maí 2020 18:15
Selja aðgöngumiða á leiki í Hvíta-Rússlandi út um allan heim og setja gínur í stúkuna Í Hvíta-Rússlandi fara menn nýstárlegar leiðir til að gera sem mest úr skyndilegum áhuga heimsbyggðarinnar á fótboltanum þar í landi. Fótbolti 11. apríl 2020 12:00
Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Enn er spilaður fótbolti í efstu deild í Hvíta-Rússlandi þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn sem hefur stöðvað nær allt íþróttastarf í heiminum. Fótbolti 29. mars 2020 12:00
Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. Erlent 28. febrúar 2020 08:33
Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Forseti Hvíta-Rússlands sakar stjórnvöld í Kreml um að vilja innlima landið en á það muni hann aldrei fallast. Erlent 14. febrúar 2020 14:01
Engir andstæðingar Lúkasjenkó komust á þing Öll 110 þingsætin féllu í skaut samflokksmanna einræðisherrans Aleksandr Lúkasjenkó eða stuðningsflokka. Erlent 18. nóvember 2019 12:40
Hvíta-Rússland mögnuð upplifun "Okkar hlutverk hér er að heimsækja kjörstaði og fylgjast með kosningunum, að allt sé eins og það eigi að vera,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem er staddur við kosningaeftirlit í Hvíta-Rússlandi. Innlent 16. nóvember 2019 08:30
Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Maryna Arzamasava hefur oft verið á undan Anítu Hinriksdóttur í 800 metra hlaupi en nú er komið í ljós að Maryna neytti ólöglegra lyfja. Sport 28. ágúst 2019 10:30
Afleiðingar Tsjernobyl fallið í gleymskunnar dá Tsjernobyl-slysið hefur enn í dag áhrif á íbúa svæða sem urðu fyrir mengunni. Þeir óttast enn það sem þeir sjá ekki. Innlent 16. júní 2019 14:15
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. Lífið 18. maí 2019 17:40